Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 48
Hver sína leið Svo kom hraðinn. Svo kom kvennabaráttan. Vanþróuðu ríkin. Og mengunin. þrýstnar, gljáandi, rakar, viðkvæmnis- legar. Jurtableikt. Appelsínublómi. Hún stóð á undirkjól, meðan hún var að þessu. í byrjun höfðum við ekki efni á greiðslusloppum. En strax og við áttum peninga, keyptum við eitthvað. Við nutum þess að kaupa. Föt. Húsgögn. Jafnvel skartgripi. Við vorum nautnafullir neytendur. Vörumarkaðir og stór- verslanir tendruðu skap okkar, þó bara það væri örlítil upphæð í budd- unni. í mánaðarlok vorum við hér um bil alltaf döpur. Og við skulduðum iðulega í ísbúðinni. Kannski leiddist okkur. Ég held að af og til hafi okkur leiðst. Svo kom hraðinn. Það var eins og allt þetta, sem átti að vera merki- legt, kæmi í köstum. í bítinu náðum við vel að merkja aldrei að verða leið á neinni grúppu, því þá var önnur orðin mun frægari. Og ég náði aldrei að kynna mér hvar væri hægt að kaupa hash, því það var svo mikið um þetta, alveg eins hægt að sleppa því. Og í sexinu náðum við nokkrum stellingum og flettum nokkrum blöðum. Þá var pornóaldan búin að vera. Og það kom samstaða í ástina og hjásofelsið. Svo kom kvennabaráttan. Vanþró- uðu ríkin. Og mengunin. Allt var þetta merkilegt á sinn hátt. Og við gerðum hvað við gátum til að lifa okkur inn í hlutverk okkar. En við vorum viðvaningar og áttum stundum bágt með að læra þau. Kannski tókum við engum framförum vegna þess að það komu alltaf nýjar og nýjar bylgjur. Ný hlutverk. Og við óttuðumst að vera of sein til. Ottuðumst að fylgjast ekki nógu vel með. Ég man þessi ár ekki sem neitt samfellt. Öllu heldur sem röð af myndum. Nokkrar þeirra eru oflýstar, aðrar mildar og dularfullar eins og í gömlum kvikmyndum. Þetta er allt saman ofur venjulegt. Ofureðlilegt. Ogstundum merkilegt. Skilnaðurinn er líka venjulegur. En mér finnst hann ekki alveg nógu merkilegur. Kannski á hann betur við hana. Hún vill finna sinn eigin reynslu- heim, segir hún. Hvað meinar hún með því? Er hún allt í einu óreynd? Eða ætlar hún að halda útsölu? Upphaflega kunni hún ekki setning- ar af þessu tagi. Upphaflega var hún einkar blíð. Eða kannsi öllu heldur óörugg. Hún var ailtaf hrædd um að vera ekki nógu fín. Nógu afdrifarík. Nógu aðlaðandi. Hún gekkst upp við sérhverja eftirtekt og daður. Þó svo það væri einhver slompaður nóbodý eða ítalski legustólamaðurinn, sem var sköllóttur, riðvaxinn og loðinn um allan skrokkinn. Það var nú ekki af því hún hefði neitt áberandi mikla kynhvöt að augu hennar og persónuleiki sögðu í sífellu: „Kanntu ekki vel við mig?“ Hún hafði satt að segja frekar daufa kynhvöt. Jafnvel þegar hún var í tísku. Það var eins og alltaf þyrfti að vera sök eða sársauki með í leiknum. Samt átti hún til að vera kelin eins og köttur og stunur hennar ómuðu eins og særingar eða bænir. Hún gat komið ótrúlega blíðlega. En stundum var eins og hún gerði það fyrir kurteisis sakir eða bara til að koma sér í mjúkinn. Og henni létti þetta líka litla þegar hún dag nokkurn las í blaði að það væri ekki hennar sök og alls ekkert bogið við frammistöðu hennar, þó hún fengi ekki fullnægingu. Kannski var það ágætt fyrir hana að kvennabaráttan kom. Hún var lengi að tileinka sér hana. Ég held það hafi verið eitt af þeim hlutverkum sem hún átti hvað erfiðast með að lifa siginní. En það gerði hún. Fyrir mig var það ruglandi þegar hún fór allt í einu að senda mig í þvottahúsið. Eða þegar hún hélt lang- ar og þróttmiklar ræður um sanngjarn- ar kröfur sínar. Hún sagði meðal annars að ég ætti sjálfur að hengja fötin mín á herðatré og mætti ekki framar pússa af skónum með vasa- klútnum þó þeir væru rykugir rétt í því að ég ætlaði út úr dyrunum. Þá tók ég það upp að gera þá góða með buxna- skálmunum - og ég fór sjálfur með fötin í hreinsun. Hún fór að tala um brjóstin á sér eins og þau væru tvær sjálfstæðar verur og vandræðagripir. Hingað til hafði hún gert heilmikið fyrir þau. Hún hafði keypt blúndu- brjóstahaldara og gert sérstaka leik- fimi, svo þau myndu ekki hverfa í megrunarkúr eða fara að lafa, fyrir innan fertugt. Nú voru engin takmörk hve bágt þessi brjóst máttu eiga. Línur þeirra voru alveg dæmigerðar fyrir millistéttardrauminn. Þau voru til einskis nýt. Ekki í takt við tíðarand- ann. Ef einhver sækist eftir því að vera með brjóst, þá væri hægt að kaupa þau. Eða láta blása sín eigin upp. Jafnvel ekki útilokað að sjúkrasamlag- ið yrði manni innan handar. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.