Samvinnan - 01.12.1984, Qupperneq 30

Samvinnan - 01.12.1984, Qupperneq 30
Ævintýrið um André Courmont Þetta tvennt, íslensk náttúra og íslensk tunga, var það sem batt André Courmont Islandi böndum, sem ekki urðu slitin nema í dauðanum. Courmont eignaðist marga hesta og fór mikið ríðandi um landið enda voru akfærir vegir óvíða á þeim árum. Hann átti myndavél og tók mikið af ljósmyndum, meir að segja litmynd- um, og mun hafa verið fyrstur manna til að taka slíkar myndir hér á landi. Þannig liðu tómstundir hans frá starf- inu að gæta hagsmuna ættjarðar sinnar á íslandi. Hann var að „auka skilnað- argjöfina: gull endurminninganna frá íslensku útsýni,“ eins og Jónas Jóns- son kemst að orði: „Hann kom þrá- sinnis á alla fallegustu blettina á Reykjanesskaga, Reykjanesfjall- garði, Borgarfirði og Suðurláglend- inu. Þegar skammdegið kom var lang- ferðunum lokið. En þá átti hann annan heim sem myrkrið og vetrar- kuldinn náði ekki til. Enginn annar maður átti jafnmikið og gott safn af dýrindis málverkum eftir Ásgrím Jónsson: Sólarlag í Hornafirði, fossa, jökla, skrúðgræn engi, skóga, brattar fjallahlíðar og bergvötn bláfreyðandi á flúðum. Þar var dýrð íslenskrar náttúru hafin í æðra veldi, hafin yfir myrkur og veðrabrigði, flutt inn í hús og gerð að daglegu augnayndi.“ Um dálæti Courmonts á íslensku er til vitnis fyrirlestur sem hann flutti á fundi í L’alliance Francaise árið 1920 og prentaður var í Skírni það ár. Fyrirlesturinn nefnist „Erlendar tungur“ og fjallar um málanám. Höf- undur líkir erlendu tungumáli við skrúðgarð og mælir með því að menn taki að lesa góðar bækur á útlendu máli strax og þeir eru stautfærir, stökkvi yfir múrinn eftir að búið er að staldra ögn við hliðið, eins og Cour- mont segir á líkingamálinu. Um ís- lenskuna segir hann að hún sé honum „yndislegasti garðurinn sem ég hef fundið. Þessu hreina, djúpúðga, mátt- uga og hljómskæra máli á ég að þakka mestu andans gleði, málinu sem er strangt og kaldrænt eins og jökulbreið- an sem norðanvindurinn næðir um, málinu sem er blítt og draumþrungið eins og ilmur bjarkarinnar á vatns- bakkanum um vor. . .“ Þetta tvennt, íslensk náttúra og íslensk tunga, var það sem batt André Courmont íslandi böndum sem ekki urðu slitin nema í dauðanum. Hann vildi vera á íslandi sem lengst, en heiman frá Frakklandi var togað í hann og þangað fór hann að ræðismannstímabilinu loknu, í nó- vember 1923. En þá voru leiðarlok. André Courmont lést í París 11. desember 1923. • Courmontogíslenskarbókmenntir Það má ljóst vera af því sem hér hefur verið rakið að Courmont kynnti sér vel íslenskar bókmenntir. „Ollu sem bar ósvikið íslenskt mót tók hann tveim höndum,“ segir Sigurður Nordal, „rímum og guðsorði ekki síður en Eddukvæðum, síra Jóni þumlungi og Sigurði Ingjaldssyni ekki síður en Njálu og Hrafnkels sögu. Hann safnaði óprentuðum ferskeytl- um og gat sjálfur kastað fram stöku ef því var að skipta.“ Um íslenskar bókmenntir er aðeins til á prenti ein ritgerð frá hendi Courmonts, erindið „Guðrún Ósvíf- ursdóttir og William Morris“ í Skírni 1913, samið á íslensku. Þar er kvæði enska skáldsins Morrisar, „Elskhugar Guðrúnar“, borið saman við Laxdælu sem það er ort út af. Erindið er samið af miklum bókmenntalegum næmleik, þekkingu og færni. Courmont greinir sundur einkenni Laxdælu, sálarlífslýs- ingar hennar og mannskilning, og ber saman við listræn viðhorf hins snjalla nítjándu aldar skálds. Undir lok fyrir- lestrarins dregur höfundur mál sitt saman: „Sjáum nú til: nútíðar-listin heimtar þrennt nýtt í söguna: að vald tilfinn- inganna sé óskert, að hetjurnar séu berorðari og orðfleiri, að þær séu hneigðar til sjálfsskoðunar. En á hinn bóginn vill Morris vera frumsögunni trúr, halda öllum viðburðum hennar. Þetta er að blása í Laxdælinga nýrri sál, og vilja láta þá hegða sér eins og þegar gamla sálin stýrði; þið sjáið að með þessu hlýtur jafnvægi sögunnar að bila því að eðli manna og verk eru ekki lengur í samræmi heldur eiga í ófriði; úrslitin verða: ósennileiki. Þetta verður höfundurinn að forðast. Hvernig þá? Ekki má hann óhlýðnast nútíðar-listinni, það er hverri bók vís bani. Honum er nauðugur einn kostur að haga viðburðunum svo að þeir séu sem minnst afmyndaðir og hins vegar sem sennilegastir, samkvæmastir hin- um nýja anda. Að sagan fellur ekki öll í sundur í mola með þessari málamiðl- un er snilld Morrisar að þakka. Hún er mikil en henni var ekki leyft að vera Laxdælu trú; það bannaði nútíðar-list- in með sínum kröfum sem útiloka tryggð við frum-söguna. í bókmennta- legan ómöguleika ráðast Morris og allir sem í hans spor fara.“ Að endingu lýsir höfundur mark- miði sínu með fyrirlestrinum svo að það sé að sanna „að Laxdæla er ekki vel til þess fallin að vera sungin, eins og við nú skiljum ljóð.“ Það er ekki að ófyrirsynju sem lesandinn hugleiðir með söknuði 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.