Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 69

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 69
kröftum. Samþykkt var að stofna félagið og fyrir það kosin 3ja manna stjórnarnefnd til vetrarins. Þessir hlutu kosningu: Organisti Magnús Einarsson Cigarfabrikant Frímann Frímannsson Verslunarmaður Jón Sigurðsson.“ Samkvæmt þessum heimildum hefir Hekla starfað eitthvað slitrótt þegar boðað var til þessa fundar, en nú var starfsemin efld og aukin. Snorri Sig- fússon greinir frá því að Magnús hafi boðið honum að ganga í Heklu árið eftir. Fundabókin greinir frá lögum félagsins og í 1. grein segir svo: „Félagið nefnist Hekla og skoðist sem endurreist með sama nafni og stofnað var í janúar 1900 og starfaði það ár . . .“ í 2. greinsegirsvo: „Tilgangur félagsins er að afla félagsmönnum sönglegrar þekkingar og einkum raddæfingar í söng og yfir höfuð að ná þeirri fullkomnun í þessari grein sem frekast verða föng á og ennfremur að glæða tilfinningar manna utan félags fyrir sönglistinni . . .“ í 3. grein lag- anna segir: „Félagið skal útvega sér þann kennara sem fær sé um að kenna og stjórna söng og sem - ef mögulegt er - samsvari mjög þeim kröfum sem listin hins yfirstandandi tíma gerir til slíkra manna. Kennari sé einn fé- lagsmanna og háður sömu lögum og' aðrir félagsmenn, þó svo að ekki skerði það sérréttindi hans þau er 8. °g 10 gr. ákveða.“ Ætla má að í þessum lagagrein- um birtist sú tónmenntastefna sem Magnús Einarsson barðist fyrir og vildi gera að veruleika. Það kemur einnig fram í lögunum að söngstjórinn átti ekki að uppskera meiri laun en aðrir kórfélagar. Kennarinn, en svo er söngstjórinn titlaður í lögunum, skyldi vera formaður stjórnarinnar þannig að Magnús hefir haft töglin og hagld- ■rnar í kórnum, því að í 4. grein segir: »Félagið hafi 3ja manna stjórnarnefnd er kosin sé til ársins, og sé kennarinn sjálfkjörinn formaður hennar.“ í 5. greininni er vikið að skyldum söngfé- laganna og kveðið á um sektir ef menn sýna vanrækslu í starfi. í 6. grein segir að félagsmenn skuli ekki vera færri en 12 og hver sem vill gerast félagsmaður skuli ganga undir próf í viðurvist sfjórnarnefndarinnar og ef sá dómur er þannig að nefndin mæli með honum er inntaka hans borin undir atkvæði félagsmanna, en löglegur félagsmaður er hann fyrst „er hann hefur undirritað reglugjörð félagsins.“ Önnur skilyrði eru þau að hann sé „karlmaður“, reglumaður og sé ekki í öðru söngfé- higi. Úrsögn heimilisfastra bæjarbúa er aðeins gildandi í upphafi og í lok hvers söngárs og tilkynnist þá nefnd- Akureyri um 1890. Myndin er tekin frá höfninni. inni. í 7. grein er svo á kveðið að starfstími félagsins nefnistá'ön^ár, það hefjist í byrjun nóvembermánaðar að hausti og fram að miðjum maímánuði að vori. Tíma þennan mátti þó lengja eða stytta eftir atvikum. Æfingar skyldu vera 2var til 4 sinnum í viku hverri. Nefndin ákveður hversu mörg lög séu lærð og æfð í senn „og skal hún þá er kennari álítur þau nægilega æfð fá leyfi hjá lögreglustjóra til sam- söngva." í 10. grein segir að kennari hafi úrskurðarvald hvaða lög skuli tekin til æfingar, enda beri hann alla ábyrgð á hvernig með er farið, en meðnefndarmenn hans séu honum hjálplegir í að sjá um að fyrirmælum hans og reglugjörðarinnar sé hlýtt. í 11. grein er talað um viðurlög við að óhlýðnast kennara, vanrækslu, truflun á æfingum með óþarfa mælgi, hávaða, blótum, áflogum eða koma ölvaðir á fund eða æfingar eða opinberan samsöng, reykja tóbak eða neyta vín- fanga í samkomusal félagsmanna. Síð- ustu greinarnar fjalla um hvernig fara skuli með eigur félagsins, ef starfsemi þess hættir og um gildistöku laganna. Hér var ekki látið sitja við orðin tóm því að félagið hélt 4 samsöngva 28., 29., 30., janúar og 1. febrúar 1903, og svo vel vill til að nöfn þeirra sem tóku þátt í þessum samsöngvum eru skráð í gögn þau sem varðveitt eru í héraðsskjalasafninu á Akureyri. Samkvæmt þessu skjali voru kórfé- lagar þessir: Magnús Einarsson (kenn- ari söngfélagsins), Ásgeir Ingimund- arson, Albert Jónsson - fór úr félaginu 1. febrúar, Jón Steingrímsson kom í staðinn - Eggert Stefánsson, Benedikt Jónsson - fór í mars, skósmiður Guð- laugur Sigurðsson kom í staðinn - Frímann Frímannsson, Kristján Stef- ánsson, Sigurður Jónsson, Kristján Guðmundsson, Gísli Jónsson prent- ari, Tryggvi Jónasson, Gísli Jónsson (yngri) Björn Stefánsson, Jón Sigurðs- son, Páll Ásgrímsson. Samkvæmt þessu voru 14 kórfélagar veturinn 1902-1903. " 4 Hendur hans virtust meira og minna krepptar af erfiði og vosbúð, en samt lék hann á orgelið og fiðluna eins og ekkert væri. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.