Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 50
Hver sína leið vafasama líf á hnetti sem við vorum nærri búin að plokka allt af og éta allt upp. Handa henni yrði aðeins lítilfjör- legur afgangur og allur okkar skítur og allt okkar drasl. En hvorki tígrís- dýr, fílar né fiðrildi. Við hnýttum á hana bréfbleyjurnar og vorum djúpt sokkin við tilhugsun- ina um að einhverntíma myndi hún klífa fjöll úr plasti. Annað veifið litum við í stóra spegilinn. Við höfðum breyst. Við vorum ekki lengur ungir nautnafullir elskendur. í það minnsta var engin frumstæð gleði fólgin í neyslu okkar lengur. Hár okkar hafði síkkað. Sérstaklega hennar. En við vorum ekki orðin gömul. Við vorum komin á þann aldur, þegar bernskan hefur um það bil gleymst, fyrstu unglingsárin og allt hið skelfilega sem verður að ganga í gegnum, áður en maður horfir fram á við og verður óhamingjusamur fyrir fullt og allt. En hvorugt okkar eltist neitt áber- andi. Við verðum hrukkótt. Hárið þynnist. Og vöxturinn minna fullkom- inn. En samtímis dvínar krafan um fullkomleika. Og klæðnaðurinn yngist og léttist, verður kæruleysislegri. Þess- ir ungu bláu ofþvegnu litir. Saklausir eins og barnagallar. Við fáum lánuð föt. Við dubbum okkur upp. Við erum skipstjórar án skipa. Bændur án korns. Og kúrekar án hesta. Og þrátt fyrir allt. Á einhvern hátt vorum við kyrrsett. Hún var heima og var niðurdregin af að vera heima. Og ég varð að horfast í augu við það að ég myndi aldrei þéna fyrir meiru en þessari tveggja herbergja, sem við giftum okkur inn í. Hún var nærri alltaf þreytt og uppstökk. Stundum fórum við í bíó, hvort fyrir sig. Stundum fengum við kunn- ingja í heimsókn. Og Karína vaknaði og öskraði eins og hún ætti lífið að leysa. Á sunnudögum fórum við með hana í dýragarðinn og sýndum henni fílana og hverfandi ættbálka af rándýr- um. En henni fannst mest til um grátittlinginn. Við runnum hvort öðru úr greipum. Um tíma stóð ég í sambandi við aðra konu. Hún var ung og þögul. Ef til vill hefði hún getað talað um mengun og kvennabaráttu og margt fleira, hefði hún leyst frá skjóðunni. Ég kærði mig bara ekkert um að hún gerði það. Auðvitað komst þetta upp og hún Sendum félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum svo og starfsfólki okkar beztu óskir um GLEÐILEG JÓL KAUPFÉLAGIÐ FRAM Neskaupstað 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.