Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 79

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 79
Nú eru liðin nærri 40 ár síðan síðast var búið á Brunahvammi... og dvelst þar ekki nema part úr einu sumri, sé líklegur til þess að taka slíku ástfóstri við staðinn, að hann gangi þar ljósum logum sem magnaður draugur meira en öld eftir dauða sinn. En að flestu öðru leyti hefur byggð- arsögnin merkilega rétt fyrir sér. Pilt- urinn hét Þorleifur, og var meira að segja Þorleifsson. Hann dó af því að detta af hestbaki, og húsbændur hans voru einmitt þeir sem sagan segir, þótt það sýndist í fyrstu ólíklegt, og þó að leita þyrfti gaumgæfilega til þess að komast að hinu rétta. Það er meira að segja líka rétt, að fjórtánda ágúst 1831 hefur borið upp á sunnudag, hvort sem kirkjuferð hjónanna er tilbúning- ur eða staðreynd. Erfiðara mun reyn- ast að finna gömlu konuna, sem við þjóðsöguna kemur, því að hún hefur aldrei verið til, - nema ef svo ólíklega kynni til að vilja, að einhver hjátrúar- full og harðlynd kerling hafi verið gestkomandi á Brunahvammi daginn sem Þorleifur datt af baki. Um Þórð bónda á Brunahvammi, þann mikla hagleiksmann, er það annars að segja, að hann bjó þar samfleytt í 19 ár, eins og áður segir, en 20 ár alls. Síðustu árin var hann þar í tvíbýli við elzta son sinn, eftir að Þórður yngri hafði gengið að eiga unga vinnukonu þar á bænum. En vorið 1859 fluttust þeir feðgar með skyldulið sitt að Fremra-Nýpi í Vopnafirði og bjuggu þar enn í tvíbýli, þangað til Þórður yngri fór til Amer- íku, ásamt Guðmundi bróður sínum, að því er mér sýnist. En þótt sumir niðjar Þórðar gamla á Brunahvammi færu til Vesturheims, þá er þó margt góðra manna frá honum komið, bæði í Vopnafirði og víðar. Einn sona hans hét Benjamín og var smiður góður, eins og hann átti kyn til. Hann var faðir Sigurðar Vil- helms Benjamínssonar, beykis og smiðs á Vopnafirði, sem varð gamall maður og dó ekki fyrr en árið 1952. Nú eru liðin nærri 40 ár síðan síðast var búið á Brunahvammi. Síðustu bændurnir þar, Björgvin og Gunnar Stefánssynir, fluttust þaðan sumarið 1945. Engu að síður ættu ferðamenn sem fara þjóðleiðina á milli Vopna- fjarðar og Möðrudals að gera sér það ómak að stöðva bílinn, þar sem vegur- inn liggur næst dalbrúninni austan við Brunahvammshálsinn, og ganga fram á melinn fyrir neðan veginn. Þeir munu að vísu ekki sjá nein hátimbruð þil þar niðri í dalnum, og ekki þori ég heldur að lofa því, að þeir sjái strák í mórauðum fötum skjótast á milli fjár- húsa og bæjar. Hins vegar munu þeir sjá lágan hól niðri í hvamminum, mun grænni en landið í kring. Þar stóð einu sinni bær, sem hýsti fólk með mikla listræna hæfileika oftar og lengur en margir aðrir bæir. Bruninn gnæfir beint á móti bænum í allri sinni hæð og „áin streymir um eyðibyggð“. ♦ Sendum öllum meðlimum vorum og starfsfólki um land allt beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og farsœlt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA Vopnafirði 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.