Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 60
Aðalgeir Kristjánsson skjalavörður skrifar um Magnús Einarsson brautryðjanda tónlistar á Norðurlöndum Fyrri hluti Með fíðluna á bakinu Lúðrasveit Akureyrar. Talið frá vinstri: Ketill Sigurgeirsson, Júlíus Júlínusson, Gunnar Matthíasson, Magnús Einarsson, Sigtýr Jónsson, Jón Jóhannesson og Páll Magnússon. Hinn 23. mars 1934 mátti lesa eftirfarandi frétt í íslendingi á Akureyri: „Jarðarför Magnús- ar Einarssonar organista fór fram í gær að viðstöddu fjölmenni. Voru í líkfylgdinni, auk vandafólks hins látna, bæjarstjórnin ásamt bæjar- stjóra, kennaralið og nemendur Menntaskólans og Gagnfræðaskólans, söngfélagið Geysir, meðlimir úr hinu gamla söngfélagi Magnúsar, Heklu, Lúðrasveitin Hekla og fjöldinn allur annar, bæði af innanbæjar- og aðkomu- fólki. Hekla söng við húskveðju og gekk síðan í fararbroddi undir fána sínum til kirkju, en þar söng Geysir, Gunnar Pálsson söng einsöng við kvæði er Konráð Vilhjálmsson hafði ort. Lúðrasveitin lék nokkur lög bæði við heimilið og kirkjuna. Séra Rafnar flutti húskveðju og talaði í kirkjunni, en yfir gröfinni flutti Snorri Sigfússon skólastjóri kveðju frá Heklungum. - í skólunum minntust skólastjórarnir hins látna söngfrömuðar og fánar blöktu í hálfa stöng á öllum flagg- stöngum í bænum. - Var minningu hins látna þannig sýndur verðskuldað- ur sómi.“ Þannig hljóðar frásögn fs- lendings af því með hvaða hætti Magn- ús Einarsson organisti var kvaddur af eftirlifendum í bæ og byggð. # Niðurseta og léttadrengur Magnús Einarsson fæddist 18. júní 1848 að Björgum í Kaldakinn. For- eldrar hans voru Einar Hjaltason bóndi þar og Arnfríður Jónsdóttir, fyrri kona hans. Forfeður Magnúsar höfðu búið í nokkra ættliði á Björgum og Granastöðum, en þangað höfðu þeir flust ofan úr Mývatnssveit. For- eldrar Magnúsar voru bæði fædd árið 1810 á Granastöðum. Þau voru gefin saman 28. júlí 1834, og eignuðust 9 börn, en ekki náðu þau öll fullorðins aldri, Magnús var sá 7. í röðinni. Elst var Aðalbjörg fædd 1835, en yngst Elín fædd 8. maí 1855. Hún virðist hafa dáið skömmu eftir fæðingu. Þess má geta hér að árið 1809 fæddist á Nípá - næsta bæ við Grana- staði - sveinbarn að nafni Helgi Jónsson, þremenningur við Einar Hjaltason. Helgi var faðir bræðranna Jónasar Helgasonar og Helga Helga- sonar, sem komu mjög við sögu ís- lenskra tónlistarmála fyrir og um alda- mótin síðustu. Einar Hjaltason var bóndi og báta- smiður. Sagt er að hann hafi smíðað um 120 báta og byttur auk bústarf- anna. Árið 1855 missir hann konu sína og nýfædda dóttur, flyst frá Björgum og að Nípá, næsta bæ við Björg. Par er Magnús hjá föður sínum í árslok 1855, sagður 8 ára að aldri. Af Einari Hjaltasyni er það að segja að hann kvæntist öðru sinni 6. júní 1856 Aldísi Sigurðardóttur á Þóroddsstað og settu 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.