Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 17
Viðurkenning á góðum árangri Aseinni árum hefur samvinnumönnum oft verið legið á hálsi fyrir að vera lélegir áróðursmenn. Þeir svari lítt eða ekki linnulausum árásum andstæðinga sinnaog fari halloka í hverri orrustunni áfæturannarri. Þeir me9a muna sinn fífil fegri, segja menn; sú var tíðin að í Þeirra hópi voru snjöllustu pennar landsins, ritglaðir uaráttumenn, sem öll þjóðin veitti eftirtekt. Hér skal þess ekki freistað að bera saman nútíð og ortíð, Slíkur mannjöfnuður endar ævinlega á sama veg: °d íðin hlýtur að hafa vinninginn, einfaldlega af því að hún pr Hðin og á hana hefur verið lagt mat jafnt leikra sem 'ærðra. En ástæðurnar fyrir því, að raddir samvinnumanna eyrast ekki nægilega skýrt í rökræðu líðandi stundar eru ^yst og fremst þær, að andstæðingar þeirra hafa yfir að rsða mun öflugri blaðakosti og hafa betri aðstöðu til að láta rakalausan áróður sinn glymja í eyrum landsmanna. Einnig ber á það að líta, að andstæðingar samvinnu- manna hefja jafnan árásirnar og skapa sér þar með betri aðstöðu. Það er alltaf erfiðara að vera í vörn - þótt V|ssulega sé hægt að snúa vörn í sókn. Og hafa ber í huga, að þessar hatrömmu árásir eru gerðar æ ofan í æ, af því að velgengni og framtakssemi Sarnvinnumanna vekur ótta meðal andstæðinganna. Þeir ®ru taldir púðursins verðir - og í því felst viðurkenning á aPPasælli starfsemi og góðum árangri. Síðast en ekki síst ber líka að minnast þess, að hjá srðri gagnrýni og árásum verður aldrei komist, vegna Pess að í þjóðfélaginuertekistáumtværgrundvallarstefn- er- Annars vegar einkaframtak, sem hefur það markmið að agnast á kostnað annarra, en hins vegar samvinnustefnu, Sem hefur hag heildarinnar að leiðarljósi. Samvinnumenn svara ætíð fyrir sig og færa rök fyrir sínu mali, hvort sem málstaður þeirra nær eyrum almennings eða ekki. E’g þeir hafa ritfærum mönnum á að skipa- nú sem fyrr. Gott dæmi þess er bókin „Á líðandi stund“ eftir Hjört J3dar, fyrrum framkvæmdastjóra Sambandsins, sem ynnt er á öðrum stað hér í blaðinu. Þar er saman komið ^al blaðagreina, sem ritaðar voru í hita baráttunnar á 1 andi stund. Þar er málstaður samvinnumanna skýrður °9 mál þeirra flutt á Ijósan, hnitmiðaðan og öfgalausan hátt. Hér skal að lokum gripið niður í bókina því til sönnunar: „Stundum er sagt að við lifum á umbrotatímum. sfalaust má svo að orði kveða, en ef litið er á seinasta 140 ára tímabil eða svo má ótvírætt segja um þessa áratugi, að þeim hafi fylgt hver byltingin af annarri. Gildir einu hvort sem litið er á menningarleg eða efnahagsleg verðmæti. Málið var endurreist og stendur væntanlega af sér nýtilkomna fjölmiðla- og þéttbýlishættu. Bókmenntir hafa átt og eiga sitt blómaskeið, og andleg mennt er virt að verðleikum. Fullveldi og stjórnmálalegt frelsi hefur áunnist og er nú til varðveislu í höndum starfandi og komandi kynslóða. Verslunar- og atvinnufrelsi er annað en áður var og leitast er við að efla félagslegar umbætur. Landið hefir stækkað með útfærslu fiskveiðilögsögu og batnað með aukinni ræktun. Þannig má lengi telja, en allt sem áunnist hefir kostaði baráttu og þrautseigju, alvarlegar rökræður og staðfestu forystuliðs. Það hefir kallað á leit að nýjum leiðum til að ná settu marki og frjálslyndi, víðsýni og þori til að ganga ótroðnar slóðir. Viss varúð er þó ætíð nauðsynleg til þess að ekki slitni eðlileg tengsl milli fortíðar og nútíðar. Ekki verður um það deilt, að samvinnuhreyfingin á stóran hlut í því endurreisnarstarfi, sem að framan er minnst á. Þáttur hennar er stærstur á sviði verslunar og viðskipta, en á seinustu áratugum hefir atvinnustarfsemi almennt, en þó einkum í sjávarútvegi og iðnaði, aukist og eflst. Félagsleg og menningarleg viðfangsefni hafa einnig verið á dagskrá. Fyrst áttu forystu- og liðsmennirnir hugsjónina eina, en síðan hefir verið unnið að því að gera hana að veruleika. Oft hefir vel til tekist. Samvinnumenn halda því alls ekki fram að ekkert hafi farið úr skorðum í þeirra umbótaviðleitni, en þeir neita hiklaust þeirri fullyrð- ingu, sem stundum sést á prenti, sérstaklega hjá ritglöðum ungum mönnum, að hugsjón frumherjanna sé glötuð. Lítum á málið örlítið nánar. í ádeilunni um að hugsjónin sé glötuð felst viðurkenning á því, að hugsjónin hafi verið og sé góð. Ef forysta samvinnuliðs hefir villst af leið og týnt áttum er úrbóta þörf. Hvers vegna ganga ekki hinir ungu, ritglöðu gagnrýnendur fram til endurbótastarfa? Neikvæð hróp og köll skila oftast litlum jákvæðum árangri. Sam- vinnuhreyfingin eröllum opin. Þarerfrjáls starfsvettvangur fyrir alla þá, sem vilja láta gott af sér leiða. Þar er opin leið öllum sem vilja láta hugsjón frumherjanna lifa ferska og endurnýjaða í daglegu lífi og framkvæmdum. Samvinnu- hreyfingin er ekki lokað hús, heldur sá starfsvettvangur, sem getur gefið hverjum umbótasinna aðstöðu til að þoka" áhugamálum sínum nokkuð á leið.“ G. Gr. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.