Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 78

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 78
Áin streymir um eyðibyggð Pað er alltaf gaman að kanna sannleiksgildi gamalla munnmæla... Þorleifskofi, en fór sjálf að huga að kvöldmatnum. En ekki hafði hún lengi sinnt þeim starfa, þegar hún varð þess vör, að Þorleifur var að brölta á fætur. Hafði hann þá aðeins rotazt við fallið. En nú kom forneskjan upp í þeirri gömlu. Alltaf hafði þessi strákur ódæll verið, og ekki skyldi honum verða kápan úr því klæðinu að kóróna alla óþægðina með því að ganga aftur. Réðst hún síðan að pilti, skellti honum á grindverk nokkurt þar í kofanum og braut í honum hrygginn. - Síðan þarf auðvitað ekki um að spyrja, nema hvað Þorleifur hefur gengið ljósum logum á Brunahvammi upp frá þessu og verið sýnilegur skyggnum mönnum og jafnvel óskyggnum líka, allt fram á þennan dag. Þetta er þá í örstuttu máli gamla sagan frá Brunahvammi. Mjögáþenn- an veg hefur hún jafnan verið sögð. En hvernig stenzt hún gagnrýna athug- un nútímamanna? Það hefur löngum verið talið austur þar, að þetta hafi helzt átt að gerast í búskapartíð þeirra Þórðar Guðmundssonar og Önnu Pét- ursdóttur, sem nefnd voru í upphafi þessa spjalls. En vitað er, að þau bjuggu lengi á Brunahvammi um miðja 19. öld, bæði fyrir og eftir 1850. Hitt var lakara, að menn fundu ekki neina gamla konu, og ekki heldur neinn Þorleif meðal heimilisfólks þeirra Brunahvammshjóna. - Það er alltaf gaman að kanna sannleiksgildi gamalla munnmæla, og núna í sumar dró forvitnin mig enn niður á Þjóð- skjalasafn, ef verða mætti að ég fyndi eitthvað nýtt, sem varpað gæti liósi á þessa gamalkunnu sögu. Árið 1840 eru skráð inn komin í Hofssókn í Vopnafirði hjónin Þórður Guðmundsson og Anna Pétursdóttir, ásamt börnum sínum þrem, Þórði, Guðmundi og Þorbjörgu Elísabetu. Þau flytjast frá Eiðum að Bruna- hvammi. Síðan er þeirra ekki getið, fyrr en við húsvitjun, sem fer fram í marz og apríl 1842. Sjálfsagt er samt óhætt að slá því föstu, að flutningsár þeirra sé 1840, en ekki síðar, og þá hafa þau búið í 19 ár samfleytt á Brunahvammi, því að víst er, að þau flytjast þaðan 1859. Og mikið rétt: Öll þessi 19 ár er smalans Þorleifs hvergi getið, og ekki er heldur minnzt á neina gamla konu á heimilinu. Ég fór nú að halda, að Þorleifur hefði aldrei verið neitt á vegum þess- ara hjóna. En viti menn. Fólk er langminnugt, og aldrei skyldi maður telja gamlar sagnir markleysu eina, fyrr en í fulla hnefana. Löngu áður en hinn alkunni búskapur þeirra Þórðar og Önnu á Brunahvammi hefst, eða vorið 1831, eru skráð innkomin í Hofssókn kornung hjón, Þórður Guðmundsson og Anna Pétursdóttir. Hann er sagður 26 ára en hún 21. Með þeim er sonur þeirra á fyrsta ári, Þórður að nafni, og- hvað haldið þið? Þorleifur Þorleifsson léttadrengur, 12 ára gamall. Þau flytjast frá Ási, sjálf- sagt Ási í Fellum, og að Brunahvammi í Vopnafirði. Það er nokkurn veginn öruggt, að hér er sama fólkið á ferð. Þar skakkar ekki öðru en aldri hús- bóndans. Hann er ranglega skráður, og munar þó ekki miklu, ef þetta er sá sami Þórður sem síðar bjó lengi á Brunahvammi. En að þessu sinni er fjölskyldan ekki nema eitt ár í Vopna- firði. Vorið 1832 flytjast þau austur að Stórasteinsvaði í Tungu, en nú eru þau ekki orðin nema þrjú, því að Þorleifur litli hefur dáið af slysförum eina sumarið sem þau búa á Bruna- hvammi í það skipti. í prestþjónustu- bók frá Hofi stendur skrifað: 14. ágúst 1831. Þorleifur Þorleifsson, unglingur frá Brunahvammi, datt af hestbaki og dó strax. Drengurinn er svo jarðsettur 17. ágúst. Prestur bætir því við, að Þorleifur hafi verið „örvasa“, eins og hann kemst að orði, og hann segir „legkaup ófáanlegt“. Og Þorleifur er orðinn 13 ára, þegar hann deyr. Þarna er þá kominn stofninn að sögninni um Þorleif. En óhætt mun að fullyrða, að þar hafi engin gömul kona komið við sögu, hvorki góð né slæm, því að þetta ár eru ekki aðrir í heimili á Brunahvammi en þau hjónin, Þórð- ur og Anna, sonur þeirra á fyrsta ári, og svo Gissur gamli, sem var mjög lengi viðloðandi þar, ýmist sem ein- setumaður eða í einhvers konar sjálfs- mennsku eða tvíbýli við bændur, sem sátu jörðina um lengri eða skemmri tíma. Og þar dó Gissur loks háaldrað- ur sumarið 1843. Hinu mega þeir svo trúa sem trúað geta, að heilsulaus og umkomulaus drengur um fermingaraldur, sem berst með húsbændum sínum í ókunna sveit 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.