Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 58
mikill gáfumaður, einn af allra fjöl-
hæfustu listamönnum Svía fyrr og
síðar. Ritverk hans eru 14 þykk bindi,
ljóð og óbundið mál, og auk þess
liggur eftir hann töluvert af tónsmíð-
um og mikið af frábærum teikningum.
Vermlendingar meta minningu hans
svo hátt, að þeir halda við æskuheimili
hans eins og það var, þegar hann ólst
þar upp. Það hefur verið opið almenn-
ingi marga síðustu áratugi.
Við gengum nú um þetta gamla
bændabýli, innra og ytra, og nutum
þess, sem þar er að sjá, en það er að
sjálfsögðu margt, og ýmislegt gamalt
og sérstætt. Það fylgir því alltaf sér-
stakur seiður, sérstakur annarlegur
hugblær, að koma inn í safnahús sem
þetta. Þá fá gestir um stund innsýn í
löngu liðna tíma, og hugurinn staldrar
um stund við þær gagngeru breytingar,
sem orðið hafa á lifnaðarháttum
manna á síðustu tímum.
Á þessu býli ólst líka upp nokkru
síðar annar kunnur rithöfundur og
ljóðskáld, Friðrik Dahlgren. Hann
hefur meðal annars skrifað söngleik-
inn Vermlendingana. Og þótt nú sé
komið nokkuð á aðra öld frá því að
leikritið var skráð, er það enn jafnvin-
sælt. Það er leikið á hverju ári um
Með
skáldsögu
sem
ferðahand-
bók
Vatnslitamynd eftir Fryksdalslista-
manninn Erling Árlingsson.
jólaleytið af kunnu listafólki í sjálfri
höfuðborginni, Stokkhólmi, og einnig
víða út um land. Vinsældir þessa
leikrits minntu mig á leikrit séra
Matthíasar Jochumssonar, Skugga-
Svein, sem enn er alltaf jafnvinsælt
hjá okkur og yfirleitt alltaf leikið á
hverju ári einhvers staðar á íslandi.
Eitt af kunnustu söngljóðum Dahl-
grens er: „Á jenta, á ja“, ort á
sveitamáli Vermlands, og hafa ís-
lenskir karlakórar oft sungið það og
syngja enn. . . Dahlgren er einnig
kunnur sem stórvirkur þýðandi klass-
ískra verka.
0 Meiðið ekki Tage, drengir!
Næst var numið staðar stutta stund hjá
bændabýli því, þar sem einn af allra
kunnustu stjórnmálamönnum Svía,
Tage Erlander, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, er fæddur og uppalinn. Rifj-
uð var upp meðal annars gamansaga
frá æsku hans.
Snemma hafði komið í ljós, að
drengurinn var óvenju glöggur og
gáfaður. Foreldrar hans höfðu því
hugsað sér að koma honum sem fyrst
til mennta, þótt efni væru lítil. En
vegna foringjahæfileika sinna, sem
fljótt komu í ljós, varð drengurinn oft
fyrir öfund og aðkasti leikfélaganna.
Og eitt sinn, þegar nokkrir þeirra
höfðu ráðist á hann og ætluðu að lægja
rostann í þessum monthana, eins og
þeir kölluðu hann stundum, kom móð-
ir hans þar að og kallaði í örvæntingu:
„Slá inte Tage, pojkar, - han skal
kostas pá,“ - meiðið ekki Tage,
drengir, - það á að kosta hann í skóla!
En fyrst ég sagði þessa sögu frá
æsku forsætisráðherrans, hlýt ég að
geta þess, að sagt er að Vermlendingar
séu almennt gamansamari en aðrir
landsmenn og bregða því oft fyrir sig
kímni við ýmis tækifæri. Er forsætis-
ráðherrann sjálfur engin undantekn-
ing frá þeirri reglu. Og af því að ég
hafði sérstaka ástæðu til að minnast
hans í sambandi við þessa ferð, er
réttast að ég bregði hér upp einni
gamansögu, sem okkur var tjáð, að
einmitt forsætisráðherrann sjálfur
hefði sagt nýlega á opinberri sam-
komu. Má vafalaust leggja út af henni
á ýmsa vegu.
Prestur nokkur, sem eitt sinn þjón-
aði í Vermlandi, hafði haft sérstaka
ánægju af að stunda veiðar í hinum
gjöfulu skógum prestakallsins. Sunnu-
dagsmorgun einn, þegar prestur hafði
boðað messu klukkan ellefu, gat hann
ekki stillt sig um að fara á veiðar. En
þar sem ákafinn var mikill, gleymdi
hann tímanum og komst með naum-
indum til kirkjunnar rétt áður en
messan átti að byrja. Til allrar ham-
58