Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 81

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 81
stoðum undir íslenskt efnahagslíf og skapa nýjar atvinnugreinar. Hér þyrftu að koma til sögunnar í vaxandi mæli greinar eins og fiskeldi, loðdýra- rækt og háþróuð rafeindatækni, og verja þyrfti fé til að vinna að nýsköpun í atvinnulífinu. í þeirri nýsköpun þyrfti samvinnuhreyfingin að taka virkan þátt, enda væri hún sterkasta aflið í íslensku atvinnulífi. • Veltuhraði í smásöluversluninni í framsöguræðu sinni ræddi Kjartan P. Kjartansson einkum um mikilvægi þess að sýna fyllsta aðhald í birgða- haldi og reyna með öllum ráðum að halda veltuhraða sem mestum. Einnig fjallaði hann um mikilvægi þess að sýna fyllsta aðhald í launakostnaði. Skýrði hann þetta með dæmum og sýndi fram á að í kaupfélagsbúðunum gæti verið mögulegt að spara verulega stórar fjárhæðir ef fyllsta aðgát væri viðhöfð í þessum málum. Hjalti Páls- son ræddi fyrst og fremst starfsemi Verslunardeildar og rakti þau atriði sem hún hefur lagt áherslu á síðustu árin í því skyni að auka enn og bæta þjónustu sína við kaupfélögin. Hann vék m. a. að beinum innflutningi kaupfélaganna, sem hefði aukist nokkuð undanfarið, en niðurfelling flutningsgjalda ætti að minnka þörfina á honum. Axel Gíslason ræddi m. a. um vöruflutninga á sjó og landi í framsöguræðu sinni, og einnig um verslanarekstur kaupfélaganna. Á öll- um þessum sviðum taldi hann að enn væru vannýttir þættir, og vinna þyrfti að því eftir öllum leiðum að fullnýta þau tækifæri og þá aðstöðu sem sam- vinnuhreyfingin hefði tii tekjumynd- unar í rekstri sínum. Mikið var fjallað um þessi mál í umræðum á fundinum, og m. a. kom þar fram að skipuleg innkaup og trygg vöruútvegun væru óhjákvæmilegar forsendur þess að birgðahaldi væri hægt að halda í lágmarki. Nauðsynlegt væri að hafa þetta tvennt jafnan í góðu lagi ef takast ætti að auka veltuhrað- ann í búðunum. ♦ Hlutur kvenna í samvinnu- starfí þarf að vaxa ‘C kaupfélagstjórafundi, sem haldinn var í Holtagörðum 16. /\ og 17. nóvember, var staða kvenna innan samvinnuhreyfing- X 1. arinnar tekin til sérstakrar umfjöllunar. Framsögu höfðu tvær konur, þær Valgerður Sverrisdóttir húsmóðir á Lómatjörn í Eyjafirði og Dagbjört Höskuldsdóttir útibússtjóri hjá Kf. V-Barð- strendinga á Tálknafirði. í ræðum sínum fjölluðu þær m. a. um hina hefðbundnu verkaskiptingu kynjanna sem enn viðgengist í fram- kvæmd innan samvinnuhreyfingarinnar. Dagbjört ræddi einnig launamun kynjanna í samvinnufyrirtækjunum, og taldi hún hann enn verulegan. í umræðum komu m. a. fram þau sjónarmið margra kaupfélags- stjóranna að áberandi væri að konur skorti kjark og metnað til að sækjast eftir ábyrgðarmiklum störfum. Þetta stafaði trúlega fyrst og síðast af þeim skyldum sem þær þyrftu enn að gegna við heimilisstörfin, og einnig af uppeldisáhrifum. Þessu þyrfti að reyna að breyta með því að hvetja konur til að sækjast eftir ábyrgðarstörf- um, og með því að örva þær til aukinnar þátttöku í félagsstarfi innan samvinnuhreyfingarinnar. Að lokum afgreiddi fundurinn málið með svohljóðandi ályktun: „Fundur kaupfélagsstjóra, haldinn í Reykjavík dagana 16. og 17. nóv. 1984, telur að hlutur kvenna í samvinnustarfi á íslandi þurfi að vaxa frá því sem nú er. Þetta á við bæði um val í stjórnir og önnur félagsleg trúnaðarstörf, svo og skipan í ýmsar meiriháttar stöður í samvinnuhreyfingunni. Beinir fundurinn því til stjórnar Sambands- ins að hún kanni möguleika á því að haldin verði sérstök ráðstefna á vegum Sambandsins, þar sem þessi mál verði tekin til meðferðar. “ Vörur án fíutningsgjalds úti á landsbyggðinni næstunni kemur til framkvæmda markverð nýjung hjá /\ Verslunardeild Sambandsins. Þá verða allar vörur frá / \ Matvörudeild hennar sendar til kaupfélaganna án þess að þau þurfi að greiða af þeim flutningskostnað. Þetta er gert í samvinnu við Skipadeild, en þessar deildir hafa tekið höndum saman um að bjóða kaupfélögunum matvörurnar flutningsfríar. Flutt verður með vöruflutningabifreiðum eða skipum, allt eftir því hvar hagkvæmustu flutningsgjöldin fást, jafnframt því sem tekið verður tillit til eðlilegra samgönguhátta. Þetta er þjónusta sem verslanir á höfuðborgarsvæðinu hafa notið einar til þessa, en á seinni árum hefur landið í stöðugt ríkari mæli verið að verða að einu markaðssvæði. Hjá Sambandinu er það skoðun manna að hér sé um að ræða eðlilega þróun og í beinu samhengi við breytta verslunarhætti, stöðugt verðlag og aukið verðskyn almennings. Tekið er fram sérstaklega að þessi þjónusta við landsbyggðina muni ekki á neinn hátt bitna á samvinnuverslunum höfuðborgar- svæðisins eða viðskiptavinum þar. Talið er fullvíst að tekjur til að bera uppi kostnaðinn við þetta fáist með aukinni hagræðingu og vaxandi veltu sem lækkandi vöruverð í kjölfar þessa leiði af sér úti á landi. í umræðum um þetta mál á kaupfélagsstjórafundinum kom einnig greinilega fram að menn hvaðanæva af landinu voru mjög ánægðir með þessa nýjung og töldu að með þessu væri mikilvægt framfaraspor stigið til að auka þjónustu samvinnuhreyfingarinnar við neytendur. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.