Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 54
Frásögn eftir Sigurð Gunnarsson fyrrum skólastjóra Með skáldsögu sem ferðahandbók ■ ^ g átti því láni að fagna fyrir I—4 nokkrum árum að skjótast til 1 J Svíþjóðar um tíu daga skeið og dvelja í einu fegursta og söguríkasta héraði hennar, Vermlandi. Þótt ég hefði áður ferðast nokkuð um Svíþjóð og tafið þar um tíma á vissum stöðum, hreifst ég á ýmsan hátt meira af mörgu, sem ég sá þar og heyrði en annars staðar í því ágæta landi. Ég féll því fyrir þeirri freistni að taka mér penna í hönd og segja með nokkrum orðum frá ýmsu því, sem fyrir augu og eyru bar, meðan ég dvaldi í þessu fagra héraði. # Du hárliga land Flatarmál Vermlands er rúmlega 18 þúsund ferkílómetrar og íbúar þess um 330 þúsund. Um það bil einn þriðji hluti þeirra býr í borgum og bæjum. Miðað við ísland er því mikið þéttbýli í þessu héraði, enda mun margur fús á að una þar ævi sinni. Náttúrufegurð héraðsins er víðfræg, og munu flestir sammála um, að hún sé hvergi meiri í Svíþjóð. Um það vitnar líka hinn kunni byggðarsöngur Vermlands, sem nýtur sömu vinsælda í sveitum Svía- ríkis og byggðarsöngur Sigurðar á Arnarvatni, Blessuð sértu, sveitin mín, hér heima á Fróni: „Ack, Vármeland, du sköna, du hárliga land, du krona bland Svea-rikes lánder.“ Hinn mikili og sívaxandi ferða- mannastraumur ber einnig vitni um fegurð og frægð héraðsins. En þar koma og til greina ýmsir sögufrægir staðir, sem marga fýsir að sjá og kynnast, og síðar verður getið hér að nokkru. Kunnur Vermlendingur sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Vermland er eins og smækkuð mynd af Svíþjóð. Ekkert af héruðum landsins sameinar svo mjög einkenni í sænskri náttúru og þjóðlífi. Nútíma 54 ■ jí r,3 urni m. 1 _ JB.... — tækni og atvinnulíf Svía yfirleitt á Vermlandi mikið að þakka, og fá héruð sameina betur og geta glöggar sýnt gróna bændamenningu og sænska, nútíma stóriðju. . . Sænsk tónlist og skáldskapur eiga líka - ekki síst, - ýmsar dýpstu rætur sínar í Vermlandi. Þess vegna getum við, Vermlendingar, sagt við ykkur, út- lendingana, sem langar til að kynnast landi okkar: Komið hingað og kynnist Vermlandi, - þá þekkið þið Svíþjóð, - fjölbreytilega náttúru hennar, blómstrandi atvinnulíf og heillandi skáldskap: sagnir, ljóð og söngva. En svo vill til, að sum merkustu skáld Svía eru einmitt fædd í Vermlandi og hafa skráð mörg verk sín þar. Það hefur verið sagt með sanni um hjarta Vermlands, Fryksdalinn, að hann sé eina sænska sveitin, sem hægt sé að fara um með skáldsögu sem ferðahandbók. Frægt skáldverk hefur hafið nafn þessarar sveitar yfir aðrar sænskar byggðir, og nafn hennar hefur flogið um víða veröld. Lýsing Selmu Lagerlöf á þessum fagra dal er undur- samlegur óður um náttúrufegurð Vermlands.“ Márbakki, heimili Selmu Lagerlöf- l*egar hún fékk Nóbelsverðlaunin gö* hún fyrst gert gamlan draum að veru- leika: Eignast og látið endurbyggj3 gamla rauðmálaða húsið, þar sem huu hafði leikið sér sem barn. Márhakki var opnaður almenning1 árið 1942, og afar mikill fjöldi gesl^ hefur síðan skoðað hið fagra og fra*ga heimili skálddrottningarinnar sænsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.