Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 56
Með skáldsögu sem ferðahand- bók Megineinkenni sænskrar náttúru er hinn gróskumikli, tignarlegi og víðáttumikli skógur. Þótt sumt af því, sem ég hef hér vitnað til, beri keim af skoðun hins hreykna héraðsbúa, fullyrði ég á grundvelli töluverðra kynna, að flest af því styðst við raunveruleg sannindi. # Þingvellir og Lögberg Norræna bindindisþingið, sem ég sótti og varð tilefni þess, að ég fór til Vermlands, var haldið í borginni Karlstað. Það er höfuðborg héraðsins og stendur við mynni Klarelfar, en hún fellur, svo sem kunnugt er í Væni, stærsta stöðuvatn Svíþjóðar og þriðja stærsta stöðuvatn Evrópu, 5.500 ferkm. Upphaf þessa staðar má rekja til þess, að á Þingvallaey, í mynni Klar- elfar, var gamall markaðsstaður. Mun svo hafa verið um langan aldur. Sagnir herma, að þar hafi menn safnast saman um aldir til að kynna og selja vörur sínar, og til að ráða fram úr vandamálum með þinghaldi. Eins og nærri má geta, hlýtur það strax að vekja athygli íslendingsins, að þarna finnast enn tvö kunnustu og sögufræg- ustu staðaheiti okkar, Þingvellir og Lögberg. Munu þau hafa verið tengd þessum stað frá því úr grárri forn- eskju, því að geta má, að bronsaldar- munir hafa fundist á þessum slóðum. Klarelfur hefur öldum saman borið með sér og ber enn mikið magn af sandi, sem hlaðist hefur upp við mynni hennar og myndað mikla ós- hólma. Borgin Karlstaður er að miklu leyti byggð á þessum óshólmum og er eina borg Svíþjóðar, sem stendur á slíkum grunni. Karl 9. stofnaði bæinn árið 1584 og ber hann nafn þess konungs. Líkneski af konungi, glæsilegt listaverk eftir Vermlendinginn Christian Eriksson, stendur á einu torgi bæjarins. Árið 1662 voru íbúar Karlstaðar skráðir 360, en þremur öldum síðar, á síðasta ári, voru þeir 45.572. Núverandi útlit sitt hefur borgin fengið eftir árið 1865, en það ár varð ægilegur eldsvoði í bænum, sem lagði hann svo að segja allan í auðn. Aðeins fá hús voru endurreist og skemmdust þó öll meira og minna. Eitt þeirra var dómkirkjan gamla, sem reist hafði verið á Lögbergi, - Lögbergshæðinni fornu, - á árunum 1723-1731. Árið 1915 voru svo gerðar á henni miklar endurbætur að utan og innan, og er hún enn í því formi, einkar stór og tignarlegur helgidómur, eins og vera ber á slíkum stað. Svo sem nærri má geta, fékk bærinn nýjan og miklu fegri svip,. er hann reis úr rústum, - með breiðum götum og stórum görðum og torgum. Var það beinlínis gert með það í huga, að auðveldara væri að hefta eld, ef hann yrði laus á ný. Torg eitt mikið. Stóra torgið, var gert í miðju borgarinnar. Það er mun stærra en Gústafs Adólfs- torg í Stokkhólmi. Lengi var torgið autt og ónotað og ýmsum undrunar- efni. En nú eru allir þakklátir yfir því í Karlstað, að svo stóru torgi var ætlað rúm í hjarta borgarinnar. Það er æskilegt af mörgum ástæðum í nútíma borg, og er óþarft að rökstyðja svo augljóst mál. En eitt er víst, að göturnar breiðu, með yndislegum trjám, sem vaxa upp úr gangstéttum, og torgin stóru, sem nú eru m. a. prýdd fegurstu listaverkum, eiga sinn ríka þátt í að gera Karlstað að hinni fögru, fjölsóttu og nýtískulegu borg, sem hún nú er. Ég sagði fjölsóttu og nýtískulegu borg, því að hvort tveggja er réttnefni. Feikilegur fjöldi ferðamanna stað- næmist í Karlstað stóran hluta ársins, - héraðsbúar til að versla í hinni miklu og stórfenglegu verslunarmiðstöð, sem Karlstaður er, en útlendingar og landsmenn annarra héraða til að nema staðar um stund, í hinni fögru og auðugu borg, á leið sinni um hið sögufræga og tilkomumikla Vermland. Byggingar eru margar stórar og tígulegar. Auk dómkirkjunnar, sem áður var getið og fleiri kirkna, má til dæmis nefna: ráðhúsið, ýmsar merkar og myndarlegar skólabyggingar, sjúkrahús, gistihús, leikhús, safnahús. o. fl., að ógleymdum glæsilegum versl- unarstórhýsum. Þá má ekki heldur gleyma hinum miklu iðnaðarfyrirtækj- um, sem eru í borginni, og ráða yfir stórum iðnaðarhöllum. Kunnust þeirra eru: málmsmiðja Karlstaðar, sem m. a. framleiðir vélar til pappírs- gerðar, skipasmíðastöðin, vefnaðar- miðstöðin mikla og timburiðnaðar- verkstæðið. Lénshöfðinginn hefur aðsetur sitt í Karlstað og einnig biskup Karlstaðar- biskupsdæmis. í útjaðri borgarinnar, aðeins 15 mínútna ferð með strætisvagni frá Stóra torginu, er eftirsóttur útiskemmtistaður, sem heitir Marie- bergskogen. Þetta er yndislega falleg- ur staður, sem segja má að sé smækk- uð eftirlíking af Skansinum í Stokk- hólmi. Þarna er meðal annars töluvert safn gamalla húsa, og öll dýr Verm- lands má sjá þar ásamt mörgum öðrum. Allir ferðamenn vilja gjarna verja þarna einni dagsstund sér til fróðleiks og skemmtunar. Vegna blómlegs atvinnulífs og iðn- aðar í Vermlandi, hlaut að fara svo, að Karlstaður yrði mikil hafnar- og útflutningsborg. Þegar miðað er við vatnabæi Svíþjóðar, er Vesterás einn 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.