Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 52
Hver sína leið Við öskrum ekki. Við hötum ekki. Pess háttar tilheyrir ekki okkar kynslóð. Við tókum uppeldi Karínu léttar. Hún var orðin tveggja ára. Svo hnöttótt að það var engu líkara en hún rúllaði yfir grasflöt- ina. Við reyndum ekki af sömu atorku og áður að troða í hana réttri fæðu. Hún var mest fyrir vanilluís og mold. Við reyndum að nálgast hvort ann- að á ný með veru okkar og sólbrennd- um líkömum okkar. Það var nokkurs konar samkomu- lag. Vegna Karínu reyndum við að komast hjá hjónaskilnaði. Við borð- uðum líka kjötbollur og ís hennar vegna. Og við dvöldum langtímum saman á ströndinni. En við vorum komin langt frá hvort öðru. Við undruðumst hvort annars húð. Við undruðumst hreyfingar hvors annars. Tennur. Hár. En sú undrun var sneydd allri gleði. Ég sá hana fara í sólbað einn daginn, nakta á svölum sem áttu að vera í hvarfi. Það fór henni ekkert vel. Það var engin dirfska í nekt hennar. Hún hafði sleikt hárið aftur svo það kæmi ekki í veg fyrir jafna brúnku. Hún lá með annan handlegginn undir höfðinu og andlitið mót sólu. Hún var orðin mjaðmabreið. Hnén lipurt bogin. Gullin mynd hennar í hvíld minnti mig á litlu fílabeinsstytturnar, sem læknar eitt sinn notuðu á feimnar konur. Ég sá fyrir mér byrgð herbergi og síðklæddar konur með bleik og fjólu- blá slör. Og þegar ég snerti þurra hlýja húð hennar í myrkrinu og hún tók mér af umburðarlyndi, var eins og ég heyrði í sífellu veika trúnaðarfulla rödd: „Læknir, hérna finn ég svo til.“ Við fluttum aftur í bæinn og héldum áfram að rífast. Það var eitthvað rótgróið. Við fjarlægðumst hvort ann- að eða hrintum hvort öðru frá okkur: Hún, Karína og ég. Stöku sinnum töluðum við kurteis- lega og með jafnaðargeði um málin og reyktum sígarettur á meðan. Stöku sinnum náðum við saman. Þetta var eins og sár sem ætíð þurfti að blása í. Eða ýfa. Draumurinn um að ná hvort öðru gegnum húðina var enn til staðar. Gegnum svitann. Gegnum hreyfing- arnar sem voru þungar og liprar í senn. Kitl eða sársauki sem vekur lyst eða pirrar. Þessar stunur og andvörp. „Óh“, segir tungan. „Ástin mín“, segir tungan. „Guð minn góður“, segir tungan, við þessu salta magni holds. Til þess að sameinast enn. Til að vera elskaður. Vera eitthvað. Vegna draumsins um óuppnáanlega hamingju. Eða vegna óskhyggjunnar, að vera krafsaður á ósnertanlegum stöðum. En hún hafði ekki þörf fyrir þetta lengur, sagði hún. Hún þurfti ekki lengur þessa lykt af kyni eða þetta bor í hold sitt. Hún sagði þetta áður en lögfræðing- arnir okkar byrjuðu að skrifast á og sýna okkur bréfin. Og áður en ég fór að hitta hana á skrifstofum þeirra í fötum sem ég kannaðist ekkert við. Hún gerði ekki ráð fyrir öðru hjóna- bandi. Annars gerir hún ráð fyrir mörgu. Hún virkar svo örugg, þegar ég hitti hana af og til. Þegar við göngum niður ókunnar tröppur og hún segir: „Hæ“. Nef hennar ber vott um festu undir rómantíska hattinum. Hún er komin með spora á stígvélin sín. Hvað á þetta að þýða? Blóm. Spori. Þetta hverfur. Fyrir tíu árum síðan fór fólk ævinlega í ástarleiki í kvikmyndum. Núorðið fer það í hnefaleiki. Við hverfum. Hún, Karína og ég. Eins og röð af myndum, hverfulum og án sérstaks sam- hengis. En var ástin með á milli þessara mynda? Og hvers vegna merk- ir maður sér það ekki með einhverju móti, þegar hún hverfur? Nú hverfum við hver til síns heima eða á flótta. Sársaukinn er örlítill og skarpur og eins og óháður sjálfum mér. Þegar ég hitti vini mína, eða okkar vini, slær skugga á milli okkar. Eins og þeir óttist að ég fari að vekja máls á því. Við horfum framhjá hvort öðru. Óháð hvort öðru. Við öskrum ekki. Við hötum ekki. Þess háttar tilheyrir ekki okkar kynslóð. Við erum í jafnvægi. Við erum lipur. Hún velur sér leið. Óhjákvæmilega vel ég þá gagnstæðu. Það má vera að einnig það sé eitthvað tímabundið. Eins konar hlutverk. Það fer ekki hjá því að það sé eitthvað venjulegt. ♦ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.