Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 63
ungu fólki með leik sínum og söng. Hann nafngreinir aðeins einn nem- anda - Arngrím Gíslason - sem kall- aður hefir verið Arngrímur málari - hann lék einnig á flautu og léku þeir stundum saman á hljóðfæri sín. Þegar Magnús Einarsson fluttist til Húsavík- ur var Voga-Jón andaður. Hann féll frá 36 ára gamall 20. janúar 1866, en einhver eftirómur hefir lifað í hérað- inu og tónlistaráhugi blómstraði um aldamótin og er líklegast að hann hafi vaxið af því fræi sem Voga-Jón flutti uieð sér frá borginni við Eyrarsund. Ekki er vitað hvenær Magnús Ein- arsson eignaðist fiðlu, en hann var sjálfmenntaður í fiðluleik að mestu eða öllu leyti. Hún var honum fylgi- spök ævina á enda við kennslu og önnur tónlistarstörf. Dvöl Magnúsar Einarssonar varð ekki löng á Húsavík. Árið 1885 flutt- ust þau Kristveig frá Borgarhóli á Húsavík til Akureyrar þar sem Magn- ús tók við organistastarfinu á ný. Þau bjuggu í húsi nr. 43b á Akureyri og er Kristveig titluð ráðskona hans í sókn- armannatalinu 1886. • Langþráð ferðalag Magnús Einarsson beið ekki boðanna að sækja um 600 kr. styrk til að sigla til Kaupmannahafnar og framast þar í sönglist þegar hann var kominn aftur til Akureyrar.Umsóknin var dagsett 30. nóvember 1885 og send amt- uianninum norðan og austan sem niælti með umsókninni, en henni var synjað með bréfi landshöfðingja 8. janúar 1886. Vel má vera að þetta hafi að einhverju leyti stafað af því að Akureyringar hafi ekki talið hann vel hæfan organleikara og því hafi hann viljað freista þess að afla sér frekari menntunar og svo kann að vera að hann hafi viljað feta í fótspor frænda sinna Jónasar og Helga Helgasona, sem sigldu til Kaupmannahafnar eftir þjóðhátíðina 1874 til að stunda tónlist- arnám, en för Magnúsar frestaðist enn um nokkur ár. Af einkalífi hans er það að segja að hinn 4. júní 1887 voru þau Kristveig gefin saman í hjónaband, svaramenn voru Skafti Jósepsson og Friðbjörn Steinsson bóksali. Magnús var þá nær 39 ára, en Kristveig 10 árum yngri, fledd 1859. Hjónabandið varð barn- laust, en þau ólu upp fósturdóttur. Einnig tók Magnús til sín Einar föður sinn og Aldísi stjúpmóður sína árið sem hann gekk í hjónaband og bjuggu Þau í skjóli hans fram til 1890. Þar 'águ leiðir feðganna aftur saman eftir meira en þriggja áratuga aðskilnað. Magnús Einarsson átti heima á Ak- ureyri alla ævi eftir þetta. Fljótlega stofnaði hann blandaðan kór sem hlaut nafnið Gígjan. Klemens Jónsson segir í sögu Akureyrar að stofnárið hafi verið 1880 eða áður en hann fluttist til Húsavíkur. Hvað sem því líður var þetta söngfélag við lýði í nokkur ár og kom fram við ýmis tækifæri. Þetta mun hafa verið fyrsti blandaði kórinn á Akureyri og e. t. v. á Norðurlandi. „Þótti það mikdl við- burður að heyra hann syngja, var í frásögur fært og spurðist víða,“ segir Snorri Sigfússon í söngskrá Heklu - sambands norðlenskra karlakora 1948. Magnús mun einnig hafa átt hlut að félagi er bar heitið Díana á Akur- eyri. Það kostaði útgáfu á söngvahefti sem bar heitið „Söngvar með þremur og fjórum röddum^ og kallað 1. hefti á titilsíðu. Söngvabókin kom út 1892 og er talið að Magnús Einarsson hafi átt drýgstan hlut í útgáfunni, enda ekki mörgum til að dreifa, sem eitt- hvað kunnu til slíkra verka. í sönglagaheftinu voru þrí- og fjor- rödduð lög, inn- og útlend fynr blandaðan kór og karlakór. Þar var eitt lag eftir Magnús Einarsson skrifað fyrir ósamkynja raddir við texta eftir Pál Jónsson. Ljóðið heitir Fjólan og er alkunnur söngtexti við lag Þórarins Jónssonar tónskálds. Svo er að sjá að félagið hafi hugsað sér eitthvert fram- hald á þessari útgáfu, en af því varð ekki, en þarna komst fyrsta lagasmíð Magnúsar á prent. Magnús Einarsson galt þess lengst- um hvað tónlistarmenntun hans var takmörkuð, að vísu hafði hann reynt að bæta sér þetta upp með sjálfsnámi en það var ekki auðgert. Því var það að hann gerði ítrekaðar tilraumr til að komast til Kaupmannahafnar til frek- Ekki er vitað hvenær Magnús Einarsson eignaðist fiðlu, en hann var sjálfmenntaður í fiðluleik að mestu eða öllu leyti. Legsteinn Magnúsar Einarssonar í kirkjugarðinum á Akureyri. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.