Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 31
hversu mjög þessi gáfaði menntamað- ur hefði getað auðgað og dýpkað skilning íslendinga á fornbókmennt- um sínum ef hann hefði ritað meira um þær. Síðari tíma skáld voru Courmont ekki síður hugstæð. í æviágripi Jónas- ar frá Hriflu eftir Jónas Kristjánsson segir að Courmont hafi kennt Jónasi að meta Bólu-Hjálmar. Áður er getið hynna Courmonts og Stephans G. sem urðu Stephani tilefni til að yrkja eitt sinna djúpsæjustu ljóða þar sem hann hugleiðir orð Courmonts við sig uð skilnaði: að þeir muni líklega ekki sjást aftur hér í heimi, en þeir muni hittast annars staðar. Tvö þingeysk skáld ortu og minningarljóð um hann: Hulda og Guðmundur Friðjónsson. • Courmont og „afskipti“ hans af íslenskum stjórnmálum Ekki fór hjá því um svo eftirminnileg- an mann að André Courmont yrðu eignuð meiri áhrif en að líkindum standa rök til. Á þeim árum sem hann bjó hér og var handgenginn vinur Jónasar frá Hriflu var Jónas umsvifa- mikill í stjórnmálum og Framsókn- arflokkurinn að rísa á legg. En það mun hafa komið ýmsum nokkuð á óvart þegar ungur stjórnmálamaður f*essa grein samdi André Courmont á íslensku og ^irtist hún í tímaritinu Skinfaxa í júní 1913 Um Rangárvelli og Fljótshlíð Rigningar miklar og sífelldar höfðu lengi gengið. Hin breiða og þunga Þjórsá var að æsast, °§ ferjumaðurinn fékk sig fullreyndan f. að ná í landtökustaðinn. - Á 'num bakkanum er bærinn Þjórsár- °h þegar horfinn í móðu. Við ríðum * lr móa, svarta hraun-sanda, mýrar °§ lygna læki, alla þá rigningargráu Uott- Við sjáum ekki nema fáeina ,. ma frá okkur, en það sem nær 'ggur er allt sviplaust, og andar ámát- e§u þunglyndi frá sér. Við vitum þó a hgnarlegum fjöllum í suðri og austri, af einni risavaxinni eldbungu, jörtum tindóttum jökli - öll er dýrð SU’ sem hún væri ósköpuð enn. - Um m°rguninn er farið að fyllast þetta móðu-ginnungagap; náttúran hefir verið f sköpunar-hríðum, meðan við svafum. Nú rís Hekla, fölblá hvelfing, Vndislega löguð, úr svartri, storknaðri fauniðu. Mjúklituð brot af Tinda- jallajökli hanga innan um þoku- noðrana, tveir tindar eru þó full- myndaðir; hvassir og hrukkóttir ljóma IoIc-a' ^°rtu shýja-rofi. Suðrið er ■ ,ao af drungalegum hæðum, en mitt Peim, beint undan okkur, situr ^^hyrningur, svartur, skýr og beina- Leiðin liggur yfir Eystri-Rangá; nú um við upp með ánni sunnanverðri, f ntóhellum þeim, þar sem Gunnar arðist, vó Skammkel upp á atgeirn- Um og fleygði á höfuðið. Brátt er komið að hæðunum og inn í lítið skarð; þar er maður inniluktur af moldarveggjum, og saknar víðsýnis- ins. Skyndilega opnast gluggi á vinstri veggnum og sér í hrikalegt svart horn. Aftur gluggi til vinstri handar og tvö horn gnæfa við himin, átakanlega nálæg; enn þriðja hornið í fjarska, eins fölt og gljáandi og hin eru svört og ójöfn: það er ein gnípan á Tinda- fjallajökli. Eftir dálítinn tíma er Þrí- hyrningur allur kominn: þrjú hvöss hrufótt horn, skemmd af beinátu eins og gamall risajaxl; jökullinn tindótti stingur gnípum sínum upp í loftið, manni liggur við að hugsa að hér sé of mikið um tennur, og kennir beygs af þessum neðri kjálka veraldarinnar. Nú hallar suður af, og vonum bráðar blasir við blítt og víðáttumikið landslag: Landeyjar breiðast „sem sögublað máð og lúið“ fyrir neðan mann, í dularfullri fjarlægð, girtar hvítri rönd - brimbeltinu. I suðri hefjast Vestmannaeyjar í safírblárri hillingamóðu; vestur hverfa föl lönd og glampandi strik ánna; til vinstri handar ríkir ljómandi jökulbreiða í óumræðilegri tign, há, hvelfd og tinda- laus, bláhvít og yndislega græn hér og hvar; niður úr henni kemur langur, dökkur tangi fram á sandorpnu löndin. Niður á jafnsléttu og svo austur; við ríðum blauta vegi; moldin er feit og frjósöm, enda ber grasið hátt báðu megin, og alla leið upp Fljótshlíðina fögru, sem nú breiðir græna hallandi teppið sitt til vinstri handar. Á milli hennar og Eyjafjallajökuls er maður eins og í gríðarstóru, tilbreytinga- miklu gili: augað fylgir því langt austur þangað til opnast jökulgeimur: bungur ofan á bungum, voða-gjár á milli; allt er þetta bjart og glatt, blítt í tryllingu. Goðalandsjökullheitirþar; já, unaðar-paradís fyrir sterkar sálir. Þegar fer að nálgast Hlíðarenda ætlar Þverá, sem alla leið frá Breiða- bólstað lætur heyra til sín, að girða fyrir veginn; hún nagar engi og tún, þrengist að manni nær og nær; klapp- irnar sem við ríðum yfir eru þegar dauðadæmdar. Frá Hlíðarenda að sjá, fyllir Eyjafjallajökullinn augað, svo stórkostlegur er hann að stærð, lögun, og litum; á einum stað til vinstri teygir sig tær ís-tangi úr honum og niður fjalls-ræturnar. Allt hitt: breiða, gráa sléttan, stóri og litli Dímon, sjálfar árnar hinar miklu, allt er sem snotur smámynd undir þessum ís-heimi. Okkur er bent niður á Gunnars- hólma, og svo vísað upp á Gunnars- haug, ómerkt holt fyrir ofan og austan bæinn, með bjargi efst á toppinum. Við ný-hrunin Hlíðarendahúsin eru sögu-endurminningarnar ekki trega- lausar. Hvenær munu Fornöld og nútími falla í arma sem foldin við himinsins bjarma? André Courmont + 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.