Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 44
Er Sambandið auðhringur? Pegar vel hefur árað hjá Sambandinu, hefur það skilað til baka til aðildarfélaga sinna myndarlegum upphæðum. hrekja sig af hólmi. Þeirra sjónarmið eiga í engu skylt við markmið auð- hrings, sem lætur efnishyggjuna eina ráða ákvörðunum sínum. Þegar Sambandið hóf iðnrekstur sinn á Akureyri var að því stefnt að auka verðmæti búsafurða og efla at- vinnustarfsemi. Slíkt hefir jafnan gef- ist vel og verið leiðarsnúra við val verkefna. í því efni má benda á hvernig hefir verið unnið að vinnslu og sölu sjávarafurða. Iceland Products er hvorki auðhringur eða hluti af auðhring heldur samtök sem byggð eru upp af um 30 frystihúsum kaupfé- laganna og annarra aðila. Þar er ekki um valdboð heldur frjálst val að ræða. Þannig má rekja fjölmarga fleiri þætti starfsemi kaupfélaganna og Sam- bandsins. # Þarflegar framkvæmdir Lítum til annarra átta. Alkunnugt er að víða hafa kaupfé- lög staðið að miklu umbótastarfi. Stundum eru félögin litin öfundaraug- um og reynt að leggja steina í götu þeirra. Með samstarfi og samhjálp hefir oft verið auðið að lyfta Grettis- tökum. Þegar vel hefir árað hjá Samband- inu hefir það skilað til baka til aðildar- félaga sinna myndarlegum upphæð- um. Slíkt hefði enginn auðhringur gert, heldur lagst sem ormur á gullið. Kaupfélögin hafa ýmist látið þessa fjármuni, ásamt hagnaði af eigin rekstri, renna til félagsmanna sinna eða þeir hafa verið notaðir til þarflegra framkvæmda, sem félögin hafa ráðist í að vilja félagsmanna sinna. # Öfugmæli Nú er því slegið föstu, að „auðhringur- inn“ - það er Sambandið - eigi kaupfélögin og að „kaupfélagavaldið“ drottni yfir lífi fólksins í smáu og stóru um allt land. Þetta er þá hvorki meira né minna en nýtt þrælahald ef rétt reyndist. Hér er hins vegar um öfugmæli að ræða. Kaupfélögin stofnuðu og reka Sam- bandið en ekki öfugt. Kaupfélagsfólk- ið ræður kaupfélögunum og rekur þau. Það er þessa fólks að ákveða hvaða verkefnum skuli sinnt. Verk- stjórn á samvinnuheimilinu verður ekki falin þeim, sem hafa vantrú á samvinnurekstri. Um val verkefna gildir hins vegar engin ein regla. Slíkt þarf ætíð að skoða og miða við aðstæður. Það var skiljanlegt að félög- in yrðu í upphafi að takmarka hvaða vörur þau seldu. Veltuféð var nær ekkert. Því var tóbak og kaffi látið sitja á hakanum. Þá var það talið utan verksviðs kaupfélaganna að hafa af- skipti af fiskveiðum eða verkun og sölu sjávarafurða. Þá var umboðssölu- formið afgerandi stefnuatriði hjá kaupfélögunum. Nú vilja andstæðingar samvinnu- verslunar taka að sér að marka stefn- una. Samvinnustarf á að einskorðast við þröngt svið. Samvinnumenn mega að þeirra dómi t. d. ekki hafa afskipti af olíusölu. Þeir mega ekki eiga hluta- félag, jafnvel þótt það heiti Dyngja og sé myndarlegur atvinnuveitandi á Eg- ilsstöðum og þeir mega ekki í neinu formi hafa viðskipti við erlenda aðila, jafnvel þótt vitað sé að engin þjóð í heiminum er eins háð og bundin erlendum viðskiptum eins og íslenska þjóðin. í Svíþjóð eiga samvinnusamtökin myndarlegan hlut í ferðaskrifstofu með verkalýðshreyfingunni. Hér er talið óviðeigandi að samvinnufólkið sinni ferðamálum og eigi og reki ferðaskrifstofu með Alþýðusambandi íslands og öðrum félagasamtökum. Hlutur samvinnunnar yrði lítill ef að þessum ráðum yrði farið. # Lýðræðisleg fjöldasamtök Það er stór hópur sem valið hefir samvinnuformið og vill efla það og styrkja til félagslegrar uppbyggingar og atvinnustarfsemi í flestum byggðar- lögum landsins. Þetta fólk velur sér fulltrúa og starfsmenn eftir fullkom- lega lýðræðislegum reglum, sem einn- ig eru viðhafðar í öðrum fjöldasam- tökum bæði hér á landi og í nágranna- löndum okkar, þar sem lýðræði er í heiðri haft. Allt tal um auðhring, fámennisstjórnir og alræðisvald bygg- ist á ókunnugleika eða það er óvandað áróðursbragð. Samvinnufólkið hefir yfirleitt lítil fjárráð en það hefir fundið leið og sannað, að stóra og gagnlega hluti er hægt að gera með samstilltu átaki, jafnvel þótt afl eða átak hvers og eins sé ekki stórt. ♦ 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.