Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 42
Samvinnan kynnir bókina
A líðandi stund
eftir Hjört Hjartar
Er Sambandið auðhringur?
Sambandið hefur gefið út bókina ,,Á líðandi stund“
eftir Hjört Hjartar. Þessi bók er sjóður þekkingar um
sögu samvinnuhreyfingarinnar, enda er höfundurinn
margreyndur forustumaður, sem ungur gekk í þjónustu
hreyfingarinnar og hefur helgað henni alla krafta sína,
áhuga og hollustu.
Hjörtur Hjartar er fæddur 9. janúar 1917 á Þingeyri
við Dýrafjörð, sonur hjónanna Sigríðar Egilsdóttur og
Olafs R. Hjartar járnsmiðs. Strax að loknu prófi í Sam-
vinnuskólanum 1937 gerðist hann kaupfélagsstjóri, fyrst
hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flateyri, en síðan Kaupfé-
lagi Siglfirðinga. Árið 1952 varð hann framkvæmda-
stjóri Skipadeildar Sambandsins og gegndi því starfi til
ársins 1976.
Að loknum löngum starfsdegi tók Hjörtur sér penna
í hönd og skrifaði reglulega greinar í Tímann, sem nú
hefur verið safnað saman í þessa bók. Hér er málstaður
samvinnumanna skýrður og mál þeirra flutt á ljósan,
hnitmiðaðan og öfgalausan hátt í almennum umræðum
á líðandi stund á árunum 1977 - 1981. Efnismeðferð er
fersk og lifandi og tungutakið hreint.
Petta er bók, sem ástæða er til að fagna og kemur
að gagni í umfjöllun um samvinnumál í náinni framtíð;
verður að liði í þrotlausri baráttu samvinnumanna fyrir
bættum kjörum almennings og betra mannlífi í landinu.
Hér á eftir fer stuttur kafli úr bókinni.
Rökræður um þjóðfélag okkar,
gerð þess og skipan, eru nauð-
synlegar. Þær geta skilað mark-
verðum árangri sé að þeim staðið með
umbótahugarfari og heiðarlegar til-
raunir gerðar til að skilgreina og
skoða og leita nýrra leiða til úrbóta,
þar sem þeirra er þörf og hægt er við
að koma.
Samvinnustarfið og samvinnuhreyf-
ingin hefir oft verið nefnd í daglegu
tali áhugamanna um þjóðmál að
undanförnu. Ég segi nefnd en ekki
rædd vegna þess, að meira hefir borið
á stóryrðum en rökræðum. Hugtaka-
ruglingur og fullyrðingar hafa setið í
hásæti í stað rólegrar hugsunar. Slík
vinnubrögð geðjast mér lítt. Ofstækis-
fullur áróður er varhugaverður.
„Auðhringur - auðhringur" er
hrópað nú og þar með á að vera búið
að dæma og útskúfa Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga og öllum sam-
vinnustarfsmönnum í landi okkar.
Þetta minnir óhugnanlega á aðferð,
sem notuð var í Þýskalandi á árunum
1930 til 1940. Þá var hrópað: Gyðingur
- Gyðingur. Allur vandi þjóðfélagsins
átti að vera frá þeim runninn; allt sem
miður fór þeim að kenna. Og með
hrópyrðum tókst að rugla svo skyn og
dómgreind mikils hluta heillar þjóðar,
að til hörmunga leiddi.
Við bætum ekkert í okkar þjóðlífi
með að taka upp hliðstæð vinnubrögð.
Við skulum hins vegar ekki víkjast
undan því að ræða gerð og skipan
þjóðlífsþátta. Undan því skorast sam-
vinnumenn ekki.
42