Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 65
kostað mig þenna mánuð rúmar 20 kr.
og Viggo Sanne sem eg treysti góðs í
öllu, hefur ráðið mér til að fækka
hinum ódýrari tímum, en fjölga hinum
dýrari. Af hjálögðum reikningi má
annars sjá, hvað gengið hefir á þær
500 krónur, er eg hafði, þá eg lagði af
stað að heiman. - Það sem eg sérstak-
lega hefi lagt stund á er harmoni-fræði
(theori) og hornablástur og að því er
hornablásturinn snertir, er svo til
ætlast að eg verði svo vel að mér í
þeirri grein að eg geti tekist á hendur
kennslu í honum, er eg kem heim, því
að bæði eg og fleiri hafa lengi þráð að
hornleikarafélag myndaðist á Akur-
eyri.
Eg lifi því í þeirri von að hin
háttvirta bæjarstjórn bregðist mér eigi
í þetta sinn fremur en endranær og
verði því við þessari bón minni.
Virðingarfyllst
Sct. Annæplads 133 o. G.
1. júlí 1893
Magnús Einarsson
Til
bæjarstjórnarinnar á Akureyri.
• Að kenna ókeypis orgelspil
Magnús Einarsson kom aftur heim til
Akureyrar á haustdögum 1893. Hinn
25. september skrifar hann bæjar-
stjórninni og sækir um söngkennsluna
við barnaskólann og óskar eftir að
gert verði við söngtöflurnar og í
leiðinni þakkaði hann bæjarstjórninni
fyrir alla þá hjálp sem hún sýndi
viðvíkjandi ferðalaginu til Kaup-
mannahafnar. Skömmu síðar sótti
hann um leyfi til að mega hafa lúðra-
blástursæfingu í skólahúsinu tvisvar í
viku og tvö bréf frá Magnúsi staðfesta
að lúðrablástur hornleikarafélagsins
hefir hafist á haustdögum 1893.
Lúðrasveitin kom svo fram við ýmis
tækifæri t. a. m. þegar samkomuhúsið
á Akureyri var vígt 1894. Starfsemi
lúðrasveitarinnar á Akureyri var ekki
samfelld, en Magnús var þar stjórn-
andinn meðan hans naut við og hann
hafði með sér horn frá Kaupmanna-
höfn handa væntanlegri lúðrasveit og
varla þarf að efast um að hann hefir
staðið að baki hugmyndinni um sam-
skot bæjarbúa til að standa straum af
hljóðfærakaupunum.
Hins vegar þótti honum kjör sín æði
knöpp og bæjarstjórnin naum í fjárút-
,,Ég hef um nokkur
undanfarin ár gjört
ýmsar tilraunir til þess
að fullnægja þeirri
löngun minni að geta
ferðast til
Kaupmannahafnar...“
Óskum vidskiptavinum og starfsfólki
gleóilegra jóla
ogfarsældar
á komandi ári
—x
med þökk fyrirlidid ár.
SAUÐÁRKRÓKI - HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTUM
65