Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 75
Þórður
í Haga
Ljóð:
Þorsteinn
Valdimarsson
Mynd:
Árni Elfar
Sjónvarpsþáttur Ómars Ragnarssonar
um I»órð í Haga vakti verðskuldaða at-
hygli. Meðan hann var sýndur rissaði
Arni Elfar myndina hcr að ofan - og
við birtum um leið hið ágæta Ijóð I>or-
steins Valdimarssonar, sem vitnað var
1 • þættinum.
Engjavikurnar fimrntíu ’ og fjögurl
Farvegur dægra í skorðum alda, —
bruni á vöngum, vindar í hán,
votir múgar á kvíslarbökkum,
silfur á vatni, sorta í keldu,
sólgulir kólfar í stararbeðju,
veður í Ijáum, leikur í hrífurn,
Ijóð í skára, hending í brýnu,
vœrð í frreytu, hljóð í hlátri,
Heiðreksgátur við regn á tjaldi.
Fleygar vikur, fylltar hlöður,
í fitinni kastað bröttu heyi
í norðanþerri; þar er að verki
Þórður í liaga, kembir við myrkur
og stjörnubirtu stálið háa,
steypiþakið; — við sömu skímu
hefur hann vegljósl heim yfir Draga.
— I he'lubráðið kemur hann aftur
að morgni hinn sama veg og vitjar
verkalauna á Draghálsengjum,
fjögra kapla af fitjarheyi. —
Ég fer með honum mðureftir
að bakkasælinu. —
Siginn stakkur
er senn í reipum. Við hugum báðir
að lúnum klakki, lausum gjörðum,
lósnu móttaki, sveltum dýnum, —
hefjum kaup hans til klakks og jöfnum
kimbilhalla. —
Mér verður litið
á eilífðarskóbragð œsku minnar,
á ullarhosur og brækur, gyrtar
í snúna sokka, á snjáða treyju,
í snör augu undir slútum hatti. —
Hann kveður, hottar upp í kuldagarrann
á klára sína og stikar fyrir
yfir sölnandi Lyng. —
Ég er lostinn höggi,
Ijósri vissu: Ég hef kvaddan
í Haga-Þórði minn horfna föður;
þessa heybandslest hins forna tíma
leiði ég síðasta líkamsaugum. —
Mig langar að kalla, skunda til hans,
kveðja betur, en kem ekki’ upp orði,
kólna, hitna, og gra við lyngið.
75