Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 67

Samvinnan - 01.12.1984, Blaðsíða 67
geti einungis á þeim lifað, en á hinn bóginn er staða þessi þannig löguð að hún hamlar mér, sem kennara og organista, að leita þeirrar atvinnu, sem eg annars gæti stundað ef eg ekki væri skuldbundinn að vera til staðar við hverja messugjörð hér allt árið um kring og við skólana á veturna, auk þess sem þau ekki þola samanburð við laun margra organista hér á landi, t. d. í Reykjavík, Seyðisfirði og ísafirði o. fl., sem allir hafa talsvert hærri laun fyrir orgelspil sitt en eg hefi hér, án þess þó að þeir hafi haft neinn sérstak- an kostnað til að afla sér söngfræði- legrar menntunar, að undanteknum þeim í Reykjavík, enda munu laun hans aðeins fyrir orgelspilið í kirkj- unni vera um 1000 kr. Þessi framan- nefndu laun mín fékk eg hér í fleiri undanfarin ár, meðan eg ekki hafði betri þekkingu í söng eða söngfræði, en nær því að segja hver annarra organista hér á landi, enda hafa þau að öllum líkindum upphaflega verið miðuð við það að auðvelt væri að fylla skarðið þó eg færi, en eins og kunnugt er sigldi eg árið 1893 og var ytra part úr sumri þess árs til að fullkomna mig í söngfræðisþekkingu minni, og geta vitnisburðir þeir, sem eg hefi frá kennurum mínum þar t. d. Viggo Sanne o. fl. sýnt að ég hefi fengið talsverða þekkingu í þeirri grein, en samt sem áður eru laun mín hin sömu, þó að öllum líkindum að árangurinn af vinnu minni sé betri en hann var, einkum við skólana. Þar sem eg nú sé, eins og að framan er tekið fram, að eg ekki get lifað hér við þessi laun mín, nema með því að þurfa að ganga að ýmsri stritvinnu annað augnablikið, sem að meiru eða minnu leyti veikir krafta mína í þjónustu sönglistarinn- ar, sem eg þó helst vildi eyða þeim til, þá' leyfi eg mér hér með að fara þess á leit að hinni háttvirtu bæjarstjórn mætti þóknast að hækka laun mín um 64 kr. þannig að þau alls yrðu 200 krónur um árið fyrir orgelspil mitt og skólana. Akureyri 1. apríl 1895 Magnús Einarsson Til bæjarstjórnarinnar á Akureyri. • Brautryðjandi á sínu sviði Eftir að Magnús Einarsson flutti aftur til Akureyrar frá Húsavík hófust störf hans við söngkennslu bæði við barna- skólann á Akureyri og við Möðru- vallaskólann. Þangað fór hann einu sinni í viku með fiðluna sína á bakinu oftast fótgangandi og færði skólanum Hann skrifaði bæjarstjórninni bréf 25. maí 1895, þar sem hann reifar þá hugmynd að fá styrk frá alþingi til að kenna mönnum ókeypis á orgel. Sendum viðskiptavinum okkar beztu óskir um GLEÐILEG JOL með þökk fyrir gott samstarf á árinu KAUPFÉLAG HÉRAÐSBUA Kaupfélag Héraðsbúa rekur verzlanir á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Seyðisfirði og Borgarfirði eystra, slátur- og frystihús á Egilsstöðum, Fossvöllum, Reyðarfirði og Borgarfirði, mjólkursamlag og trésmíðaverkstæði á Egilsstöðum, kjötvinnslu, gisti- hús, bílaútgerð, olíusölu og fóðurblöndunarstöð á Reyðarfirði. Aðalskrifstofa á Egilsstöðum. s — - y.ii'" WBmm 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.