Samvinnan - 01.12.1984, Side 52

Samvinnan - 01.12.1984, Side 52
Hver sína leið Við öskrum ekki. Við hötum ekki. Pess háttar tilheyrir ekki okkar kynslóð. Við tókum uppeldi Karínu léttar. Hún var orðin tveggja ára. Svo hnöttótt að það var engu líkara en hún rúllaði yfir grasflöt- ina. Við reyndum ekki af sömu atorku og áður að troða í hana réttri fæðu. Hún var mest fyrir vanilluís og mold. Við reyndum að nálgast hvort ann- að á ný með veru okkar og sólbrennd- um líkömum okkar. Það var nokkurs konar samkomu- lag. Vegna Karínu reyndum við að komast hjá hjónaskilnaði. Við borð- uðum líka kjötbollur og ís hennar vegna. Og við dvöldum langtímum saman á ströndinni. En við vorum komin langt frá hvort öðru. Við undruðumst hvort annars húð. Við undruðumst hreyfingar hvors annars. Tennur. Hár. En sú undrun var sneydd allri gleði. Ég sá hana fara í sólbað einn daginn, nakta á svölum sem áttu að vera í hvarfi. Það fór henni ekkert vel. Það var engin dirfska í nekt hennar. Hún hafði sleikt hárið aftur svo það kæmi ekki í veg fyrir jafna brúnku. Hún lá með annan handlegginn undir höfðinu og andlitið mót sólu. Hún var orðin mjaðmabreið. Hnén lipurt bogin. Gullin mynd hennar í hvíld minnti mig á litlu fílabeinsstytturnar, sem læknar eitt sinn notuðu á feimnar konur. Ég sá fyrir mér byrgð herbergi og síðklæddar konur með bleik og fjólu- blá slör. Og þegar ég snerti þurra hlýja húð hennar í myrkrinu og hún tók mér af umburðarlyndi, var eins og ég heyrði í sífellu veika trúnaðarfulla rödd: „Læknir, hérna finn ég svo til.“ Við fluttum aftur í bæinn og héldum áfram að rífast. Það var eitthvað rótgróið. Við fjarlægðumst hvort ann- að eða hrintum hvort öðru frá okkur: Hún, Karína og ég. Stöku sinnum töluðum við kurteis- lega og með jafnaðargeði um málin og reyktum sígarettur á meðan. Stöku sinnum náðum við saman. Þetta var eins og sár sem ætíð þurfti að blása í. Eða ýfa. Draumurinn um að ná hvort öðru gegnum húðina var enn til staðar. Gegnum svitann. Gegnum hreyfing- arnar sem voru þungar og liprar í senn. Kitl eða sársauki sem vekur lyst eða pirrar. Þessar stunur og andvörp. „Óh“, segir tungan. „Ástin mín“, segir tungan. „Guð minn góður“, segir tungan, við þessu salta magni holds. Til þess að sameinast enn. Til að vera elskaður. Vera eitthvað. Vegna draumsins um óuppnáanlega hamingju. Eða vegna óskhyggjunnar, að vera krafsaður á ósnertanlegum stöðum. En hún hafði ekki þörf fyrir þetta lengur, sagði hún. Hún þurfti ekki lengur þessa lykt af kyni eða þetta bor í hold sitt. Hún sagði þetta áður en lögfræðing- arnir okkar byrjuðu að skrifast á og sýna okkur bréfin. Og áður en ég fór að hitta hana á skrifstofum þeirra í fötum sem ég kannaðist ekkert við. Hún gerði ekki ráð fyrir öðru hjóna- bandi. Annars gerir hún ráð fyrir mörgu. Hún virkar svo örugg, þegar ég hitti hana af og til. Þegar við göngum niður ókunnar tröppur og hún segir: „Hæ“. Nef hennar ber vott um festu undir rómantíska hattinum. Hún er komin með spora á stígvélin sín. Hvað á þetta að þýða? Blóm. Spori. Þetta hverfur. Fyrir tíu árum síðan fór fólk ævinlega í ástarleiki í kvikmyndum. Núorðið fer það í hnefaleiki. Við hverfum. Hún, Karína og ég. Eins og röð af myndum, hverfulum og án sérstaks sam- hengis. En var ástin með á milli þessara mynda? Og hvers vegna merk- ir maður sér það ekki með einhverju móti, þegar hún hverfur? Nú hverfum við hver til síns heima eða á flótta. Sársaukinn er örlítill og skarpur og eins og óháður sjálfum mér. Þegar ég hitti vini mína, eða okkar vini, slær skugga á milli okkar. Eins og þeir óttist að ég fari að vekja máls á því. Við horfum framhjá hvort öðru. Óháð hvort öðru. Við öskrum ekki. Við hötum ekki. Þess háttar tilheyrir ekki okkar kynslóð. Við erum í jafnvægi. Við erum lipur. Hún velur sér leið. Óhjákvæmilega vel ég þá gagnstæðu. Það má vera að einnig það sé eitthvað tímabundið. Eins konar hlutverk. Það fer ekki hjá því að það sé eitthvað venjulegt. ♦ 52

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.