Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 54

Samvinnan - 01.03.1986, Qupperneq 54
Leiðin til Hvíta hússins Taft var í framboöi fyrir repúblikana, þegar Wil- son var kosinn forseti 1912. Háskólaprófessorinn vinsæli umkringdur af áköfum aödáendum. Stjórnarhættir í Bandaríkjunum eru af enskum toga en ekki í ætt við frönsku bylt- inguna. 54 las hann heima. Hann lauk lagaprófi í október 1882, en hafði þá nokkrum mánuðum áður opnað málflutnings- stofu í Atlanta í Georgiu ásamt ungum lögfræðingi. Um vorið 1883 hafði hann enn ekki fengið mál til flutnings, og sneri þá við blaðinu. Hann innritað- ist í John Hopkins University og hóf að semja doktorsrigerð í stjórnfræði. í bréfi um það leyti sagði hann: „Ég hafði augastað á stjórnmálum; og ég lagði fyrir mig lögfræði. Ég tók til við hina síðarnefndu, vegna þess að ég hélt að hún lægi til hinna fyrrnefndu. Það var áður vörðuð leið; á þjóðþing- inu eru enn margir lögfræðingar.“6 Sumarið 1879 hafði hann kynnst Harriet Woodrow, bróðurdóttur móð- ur hans. Þá fimmtán mánuði, sem hann hafði lesið lög heima, hafði hann skipst á bréfum við þá frænku sína. Sumarið 1884 bað hann hennar, en hún hafnaði honum. Eftir það felldi hann Thomas niður úr nafni sínu og ritaði sig Woodrow Wilson. # Að byggja upp frá grunni í John Hopkins University naut Wil- son handleiðslu Herbert Baxter Adams, kunns sagnfræðings, og Ric- hard T. Ely, ungs hagfræðings. Vann Ely þá að bók um hagfræðilegar hugmyndir í Bandaríkjunum, og varð Wilson einn aðstoðarmanna hans. Frá eigin athugunum skýrði hann svo í bréfi: „Ég áforma fjórar eða fimm ritgerðir um „Stjórn sambandsríkis- ins“ og hyggst sýna stjórnarhætti okk- ar í reynd. Löngun mín og metnaður er að fjalla um stjórnskipan Banda- ríkjanna eins og Bagehet hefur fjallað um breska stjórnskipan.“7 Ritgerðir þessar urðu að bók Congressional Government, sem út kom 1885 ogfyrir hana hlaut hann doktorsnafnbót 1886. Sumarið 1885 gekk hann að eiga Ellen Louise Axon, og um haustið varð hann fyrirlesari í sögu við Bryn Mawr College. Stúlku þessari hafði hann kynnst í Georgíu, stuttu áður en hann varð afhuga málflutningsstörf- um. Hún var dóttir prests í söfnuði presbytera, og var vinfengi með feðr- um þeirra. Hjónaband þeirra var farsælt. Eignuðust þau þrjár dætur. Prófessor í sögu og hagfræði við Wesleyan University varð Wilson 1888. Þar tók hann saman kennslubók í stjórnfræði, The State, sem út kom 1889 og birti allmargar greinar og ritgerðir. Kvað hann stjórnarhætti í Bandaríkjunum af enskum toga og annars konar en lýðræðislegar hug- sjónir frönsku byltingarinnar. Á ein- um stað sagði hann: „Nálega ekkert er sammerkt með slíku uppþoti almenn- ings, sem varð á Frakídandi í hinni miklu byltingu þess, og grundvöllun stjórnarhátta sem okkar eigin. Minningar okkar frá 1789 eru gerólík- ar minningum manna á (meginlandi) Evrópu um það örlagaríka ár. Fyrir l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.