Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 4

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 4
78 fjelagsstjóri á Akureyri, sem stjórnarnefndarmaður og Oddur Jónasson, verzlunarmaður á Akureyri, sem um- sækjandi um erindisrekastarfið fyrir íslenzk samvinnu- fjelög. Pá var gengið til dagskrár og þessi mál tekin fyrir: 1. Formaður skýrði frá framkvæmdarstörfum Sambands- ins síðast liðið ár, og nefndi fyrst útgáfu Tímarits- ins, sem hefur haft nokkuð minni tekjuhalla í för með sjer en að undanförnu. Pá gerði hann oggrein fyrir kjötsölu Sambandsins síðastliðið ár, sem, að samanlögðu, hafði orðið betri fyrir seljendur en annar- staðar hjerlendis. Um sampantanir gat hann þess, að þær hefðu eigi orðið nema með steinolíu. Erindisreka- málið sýndi hann fram á að nú væri komið á þann rek- spöl, að allar líkur væru fyrir því, að erindisreki sam- bandsfjelaganna tæki til starfa um næstu mánaðamót. í ullarverkunarmálinu benti hann á leiðbeiningar og leið- arvísir Sigurgeirs Einarssonar, sem fram er komið fyrir tilhlutun Sambandsins, að nokkru leyti. Þágerði hann grein fyrir því, að nefnd sú, er á síðasta aðalfundi var kosin til þess að athuga reikningaform kaupfje- laganna og koma fram með. tillögur þar að lútandi, hefði, af ýmsum ástæðum, eigi getað sinnt þessu starfi, enn sem komið er. Loks minntist hann nokk- uð á hluttöku og framlög Sambandsdeildanna í Eim- skipafjelagi íslands, en í þessu máli, eins ogfleirum, yrði síðar tækifæri tiláfundinum að ræða þau fram- kvæmdarmál nánar, sem enn verða viðfangsefni Sam- bandsins. 2. Lög Sambandsins lesin upp. 3. Framlagðar skýrslur um innfluttar vörur deildanna 1913 og var verðhæð þeirra: 1. Kaupfjelag Norður-þingeyinga . kr. 52,228.75 2. — Þingeyinga .... — 143,469.01 3. — Eyfirðinga . . . . — 173,989.00 4. Sláturfjelag Hrútfirðinga ... — 14,097.80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.