Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 14

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 14
88 mína sem mundi gefa mestan og beztan arð, bæði fyrir sjálfan mig og mína nánustu. En í því vali hef jeg á margt að líta, og hef kynnst mörgu sem úr getur verið að velja. Jeg er fæddur á bóndabýli á afskekktum stað og hef átt þar mörg ár heima. Jeg hef reynt óþægindi þau og erviðleika sem umkringja bændur og sömuleiðis hef jeg notið unaðs þess, er sveitalífið hefur líka að bjóða. I stórborgum hef jeg einnig átt heima, ferðast víðs vegar um landið og eytt miklum tíma í það, að kynnast á- standi manna og atvinnuvegum. Mjer finnst því jeg geti hætt á það, að dæma um kosti og ókosti sveitalífsins, eins og það á sjer stað, nú á tímum. Þess vegna er það, að jeg álít að hægt sje að gera jarðyrkjuna og landbúnaðinn í heild sinni miklu arðvænlegri en verið hefur, án þess þó að það valdi erviðleikum á öðrum sviðum. Jeg hygg, sannast að segja, að hægt sje að gera jarðyrkjuna eins arðberandi og hvert annað iðnaðar- fyrirtæki og því sje auðvelt að gera landbúnaðinn miklu lífvænlegri en hann er nú, svo hann verði jafnframt hin virðulegasta staða, sem á margan hátt skari langt fram úr því, sem almennt er kostur á í borgunum. Jeg von- ast einnig eptir því, að eyða miklu af framtíð minni á bóndabýli. Margar nútíðarbækur vorar mundu ekki hafa átt mikið erindi í bókaskáp bænda fyrir 100 árum. Á þeim tímum seldi bóndinn mjög lítið af búsafurðum sínum, enda voru markaðir þá mjög ófullkomnir. Það, sem bóndinn fram- leiddi til bús síns var helzt þetta: alifuglar, egg, baunir, meira og minna af ávöxtum, jarðeplum og öðru garðmeti, mjólk, rjómi, smjör og ostur, kjöt af svínum, sauðfje og naut- gripum. Úr ullinni var opt unninn mestur klæðnaður heimafólksins. Bóndinn hjó skóg á landi sínu til eldivið- ar og húsagerðar, og þurfti hvorki að hugsa um »kola- hringinn« nje steinolíu Standardsfjelagsins. Hús sitt

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.