Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 21

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 21
95 hver ný þægindi, einhverjar nýjar framfarir á ótal svæðum, bæði í framkvæmdar og fjelagslífi manna. En við verðum að hafa betri og þægilegri aðstöðu fyrir landbúnaðinn. Án þess eru stórstígar framfarir ó- mögulegar. Núverandi ástand fullnægir ekki nútímans kröfum. Við höfum beðið helzt til Iengi eptir því, að komast að raun um, að við þurfum að verða betri starfshyggjumenn En án þess getum við ekki vænzt þess, að hagur vor taki miklum umbótum; annars get- um við ekki stöðvað strauminn úr sveitunum til kaup- staðanna, eða varnað því, að landbúnaðurinn komizt í niðurlægingu. Af útliti heimilanna má sjá menningarþroska ábúend- anna. það er kominn sá tími, t. d. að við verðum að fá auðveldan útbúnað á sveitaheimilin, til að hita þau upp; fá leiðslu fyrir heitt og kalt vatn, betri og þægilegri klæðnað og hagkvæma eldsvoðaábyrgð. Við þurfum betri loptskiptingu og heilbrigðiseptirlit. Annars ættu bænda- blöð og búnaðarrit að hafa málefni þetta meira á dag- skrá en þau gera. Betri útbúnað þarf til að dæla inn vatni, friðun á skógum, og ýmisleg heimilisáhöld til verkaljettis og þæginda, sem of langt yrði upp að telja. Undir eins og eptirspurn yrði eptir þessum hlutum, mundu verksmiðjur, umboðssalar og kaupmenn keppast eptir að hafa slíka hluti á boðstólum. Aðrir hafa ritað og munu rita um vegagerðir, og hvað það kostar að flytja afurðir bænda eptir vegunum. Þeir hafa talað og munu tala um viðhald veganna og um- bætur, en við megum ékki gleyma því, að sveitavegir, svo sem járnbrautir, eru ekki aðeins notaðir fyrir þunga flutningavagna með bændavarning, heldur eru þeir og mikið notaðir af ferðamönnum. Öllum ætti að vera það ljóst, að fieiri þurfa um vegina að fara en þeir, sem flytja búsafurðir sínar eptir þeim. Vegna fjarlægðarinnar á milli sveitaheimila og skóla og vegna slæmra vega, er það miklu erviðara fyrir bændur, konur og börn, að sækja 7*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.