Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 32

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 32
106 betri með líkamlegar og andlegar þarfir. Sultarlíf þekkist varla í sveitum okkar nú á dögum. Það mun varla fara fjarri sanni að sveitabóndi, þó hann hafi byrjað búskap með litlum efnum, hafi fullt svo góðan heimilishag, sem starfsmaður eða embættismaður í Reykjavík, með 2,000 kr. árstekjum. III. Samvinnufjelagsskapur í Bandaríkjunum. í Bandaríkjunum fer áhugi manna fyrir samvinnufjelags- skap stöðugt vaxandi. Pað er þó ekki fyr en á síðustu árum að fyrirkomulagið er miðað við þá reynslu sem bezt hefur gefizt hjer í álfunni. Fyr meir var fjelagsskap- urinn talsvert sundurleitur og laus í sjer og varð hann því optlega eigi langgæður nje affara sæll. Nú er annað orðið upp á teningnum. Mannmargar sendinefndir hafa komið frá Bandaríkjunum til Danmerkur, Englands og Rýzkalands síðustu árin, í því skyni að kynna sjer sam- vinnufjelagsskapinn í þessum löndum í ýmsum mynd- um, til eptirbreytni heima fyrir. Hingað til hefur einna mest borið á framleiðslufjelögunum, sem teljast um 80,000, eptir lauslegu yfirliti. Annars er eigi auðvelt að segja töluna með fullri vissu í þessum stóreflislandageim, þar sem nú eru 48 ríki með mismunandi löggjöf og svo eru fjelögin, enn sem komið er, sambandslítil. Framleiðslu- fjelögin byggðu lengi vel á hlutafjelagsfyrirkomulaginu, en hverfa nú óðum að hreinum reglum samvinnufjelaga. í Bandaríkjunum eru nú sjerstök og sjálfstæð kaupfje- lög á víð og dreif, sem hafa starfað mikið og vel árum saman. En auk þessa eru þar nú tvö sambandskaup- fjelög: »California Rochdale Company« og »The Right Relationship Company«. í fyr nefnda flokknum eru 40 — 50 fjelagsdeildir og jafnmargar útsölubúðir. Sam-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.