Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 33

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Qupperneq 33
107 bandið var stofnað árið 1900, en hnignaði til muna stuttu þar á eptir, enda þá eigi fylgt frumreglum kaup- fjelaga, nema að sumu leyti. En síðustu 4 — 5 árin hefur slíkt verið stórum lagað, og skipti þá fljótt til betra ár- angurs. Hinn flokkurinn á heima í miðhluta norðvesturríkjanna. Aðal skrifstofa fjelagsins er í Minneapolis í Minnesota. Fjelagið var stofnsett án þess að hafa nokkurn höfuðstól, í fyrstu, og var aðaltilgangurinn sá, að fræða fjelagsmenn og aðra um eðli og framkvæmdaratriði í hreinum sam- vinnufjelagsskap. Samvinnufjelög Bandaríkjanna eiga margri mótstöðu að sæta: Smásalarnir hamast gegn þeim, af alefli; margir standa efablandnir um árangurinn; aðrir gera gis að tilraununum, og loks má telja að Iöggjafarvaldið hafi verið fremur andstætt, sökum áhrifa auðkýfinganna. F*egar síðarnefnda sambandsfjelagið var stofnað, »The Right Relationship Company«*, árið 1906, var í Banda- ríkjunum ekki eitt einasta tímarit er minntist á samvinnu- fjelagsskap — nema hvað smágreinar, þess efnis komu fram í sumum landbúnaðarblöðunum. — Nú er þessu allt öðru vísi varið. Mörg mánaðarritsöfnin, landbúnað- artíðindi og sum dagblöðin flytja nú leiðbeinandi ritgerðir um hreifinguna. Allt frá því að þrælahaldsmótblásturinn hvarf, að unn- um sigri, hefur engin alþýóuhreifing í Bandaríkjunum náó eins víða föstum tökum á hugum manna eins og hin hagfræðislega samvinnuhreifing, bæði til framleiðslu og verzlunar. Retta sjezt á því, meðal annars, að á fje- lagsskrifstofuna, sem áður var nefnd, koma á hverjum mánuði áskoranir svo hundruðum skiptir, um upplýsing- ar snertandi stofnun og fyrirkomulag hreinna samvinnu- fjelaga; þessu rignir að úr ýmsum stöðum, t. d. frá rit- höfundum, bóksölum, tímaritum, kennurum, fyrirlesurum * Nafn fjelagsins mætti þýða svo: »Fjelag rjetta frændaliðsins«.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.