Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 34

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1914, Page 34
108 sveitabændum o. s. frv. Stjórnardeild landbúnaðarmál- anna í Washington hefur nýlega opnað sjerstaka skrif- stofu, er hefur það hlutverk að kenna mönnum að fylkja sjer eptir aðalskipulagi samvinnufjelaganna, svo land- búnaðarafurðir komizt í meira álit og verð en áður var. Margir af allra fremstu fjármálamönnum eru nú farnir að sjá það: að frjáls samvinnufjelög eru eini meðalveg- urinn, sem nú er til, milli harðstjórnar auðsafnsins og stjórnarbyltingar fjelæginga. (Revolutionær Socialisme.) Eins og fyr er vikið að, var það í fyrstu aðalstarf »frænda- liðsfjelagsins« að frceða menn um þær hagfrœðislegu og siðgœðislegu starfsreglur sem frumherjarnir í Rochdale komu fram með, árið 1844. Fjelagið er sannfært um, að þessi aðferð hafi mikið aukið almennan áhuga á samvinnumálunum og greitt fyrir heppilegum framgangi þeirra. Samvinnufjelagsskapurinn í Bandaríkjunum breiðist einkum út hjá sveitamönnum ög í smábæjum. í stærsta sambandinu eru nú 150 deildir með 25 mil. kr. ársvið- skiptaveltu, og stöðugt bætast við nýjar deildir. F*að er engum efa bundið að samvinnuhreifingin á góða framtíð fyrir höndum í Ameríku, þegar almenningur þar er búinn að koma auga á þann mikla hagnað, sem það veitir, að hafa fjelagsverzlun. IV. Samvinnufjelagsskapur á Rússlandi. Eptirfarandi yfirlit yfir samvinnufjelagsskap á Rússlandi hefur þarlendur maður, Lenski-Bielton, sent skozku kaupfjelagsblaði: »Ef við söfnum saman tölu samvinnufjelaganna á Rúss- landi (að frá teknu Finnlandi) og berum þessar tölur saman við samskonar tölur í öðrum löndum, þá sjáum

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.