Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1959, Síða 6

Andvari - 01.06.1959, Síða 6
4 ÓLAFUR HANSSON ANDVAHI verk úr hendi. Hún var glaðlynd kona og hress í máli og þótti miklu mann- blendnari en maður hennar. Bæði voru þau hjón fróðleiksfús og bokhneigð, og var gott safn bóka til á heimili þeirra. Þangað voru og keypt flest þau blöð og tímarit, er út komu í landinu. Þessa bókaást erfðu börn þeirra, og þá ekki sízt Bogi, í rlkum mæli. — Mjög voru þau hjón trúrækin. Kirkju sóttu þau, hvenær sem unnt var, og húslestrar voru ætíð lesnir á heimilinu. — Þau Ólafur og Guðlaug hófu búskap í Efri-Sumarliðabæ árið 1860. Hlóðst á þau ómegð, og mun stundum hafa verið þröngt í búi hjá þeirn, einkum á harðindaárunum um og eftir 1880. En bömin voru bráðger og harðdugleg og fóru að vinna fyrir sér, þegar er þau uxu úr grasi. Þau vöndust iðni og eljusemi frá blautu barns- beini, enda urðu þau framúrskarandi dugnaðarfólk, er út í lífið kom. Alla ævi varð leti og slæpingsháttur eitur í þeirra beinum. Hjónin í Efri-Sumarliðabæ áttu óvenjulegu barnaláni að fagna. Urðu öll börn þeirra hið mesta myndarfólk og sum þeirra urðu þjóðkunn. Alls eignuðust þau fjórtán börn, en þrjú þeirra dóu í bernsku. Þau ellefu, sem upp komust, voru þessi: 1) Þórður Helgi, skipstjóri á Meiðastöðum í Garði, drukknaði á bezta aldri. 2) Gunnar, kaupmaður í Vík í Mýrdal, síðar útgerðarmaður og kaup- maður í Vestmannaeyjum, alþingismaður um skeið. 3) Sigurður, sjómaður, drukknaði ungur. 4) Kristín eldri, húsfreyja í Sólheimatungu í Stafholtstungum. 5) Jón, útgerðarmaður í Reykjavík, alþingismaður um langt skeið. 6) Guðrún, húsfreyja á Hóli í Landeyjum. 7) Helga, húsfreyja í Vík í Mýrdal. 8) Kristín yngri, húsfreyja í Rauðanesi í Borgarhreppi. 9) Guðlaug, húsfreyja í Árbæ í Holtum. 10) Bogi, yfirkennari í Reykjavík. 11) Ágústa, dó á þrítugsaldri. Þau Ólafur og Guðlaug hættu búskap árið 1896 og fluttust þá til Reykja- víkur. Ólafur lézt 1898, en Guðlaug 1920. II. Bogi Ólafsson varð ungur að árum að f’ara að vinna fyrir sér, eins og hin systkini hans. Hann fór að heiman þegar hann var á fjórtánda ári og liélt þá til Stokkseyrar. Var hann þar um vertíðina, en reri þá sjaldan, en vann aðallega að beitingu og annarri landvinnu. Þann vetur hafði hann spurn- ingakverið sitt með sér og lærði það í tómstundum. Næsta vetur var hann heima
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.