Andvari - 01.06.1959, Síða 6
4
ÓLAFUR HANSSON
ANDVAHI
verk úr hendi. Hún var glaðlynd kona og hress í máli og þótti miklu mann-
blendnari en maður hennar.
Bæði voru þau hjón fróðleiksfús og bokhneigð, og var gott safn bóka til
á heimili þeirra. Þangað voru og keypt flest þau blöð og tímarit, er út komu
í landinu. Þessa bókaást erfðu börn þeirra, og þá ekki sízt Bogi, í rlkum
mæli. — Mjög voru þau hjón trúrækin. Kirkju sóttu þau, hvenær sem unnt
var, og húslestrar voru ætíð lesnir á heimilinu. — Þau Ólafur og Guðlaug
hófu búskap í Efri-Sumarliðabæ árið 1860. Hlóðst á þau ómegð, og mun
stundum hafa verið þröngt í búi hjá þeirn, einkum á harðindaárunum um
og eftir 1880. En bömin voru bráðger og harðdugleg og fóru að vinna fyrir
sér, þegar er þau uxu úr grasi. Þau vöndust iðni og eljusemi frá blautu barns-
beini, enda urðu þau framúrskarandi dugnaðarfólk, er út í lífið kom. Alla
ævi varð leti og slæpingsháttur eitur í þeirra beinum.
Hjónin í Efri-Sumarliðabæ áttu óvenjulegu barnaláni að fagna. Urðu
öll börn þeirra hið mesta myndarfólk og sum þeirra urðu þjóðkunn. Alls
eignuðust þau fjórtán börn, en þrjú þeirra dóu í bernsku. Þau ellefu, sem
upp komust, voru þessi:
1) Þórður Helgi, skipstjóri á Meiðastöðum í Garði, drukknaði á bezta aldri.
2) Gunnar, kaupmaður í Vík í Mýrdal, síðar útgerðarmaður og kaup-
maður í Vestmannaeyjum, alþingismaður um skeið.
3) Sigurður, sjómaður, drukknaði ungur.
4) Kristín eldri, húsfreyja í Sólheimatungu í Stafholtstungum.
5) Jón, útgerðarmaður í Reykjavík, alþingismaður um langt skeið.
6) Guðrún, húsfreyja á Hóli í Landeyjum.
7) Helga, húsfreyja í Vík í Mýrdal.
8) Kristín yngri, húsfreyja í Rauðanesi í Borgarhreppi.
9) Guðlaug, húsfreyja í Árbæ í Holtum.
10) Bogi, yfirkennari í Reykjavík.
11) Ágústa, dó á þrítugsaldri.
Þau Ólafur og Guðlaug hættu búskap árið 1896 og fluttust þá til Reykja-
víkur. Ólafur lézt 1898, en Guðlaug 1920.
II.
Bogi Ólafsson varð ungur að árum að f’ara að vinna fyrir sér, eins og
hin systkini hans. Hann fór að heiman þegar hann var á fjórtánda ári og
liélt þá til Stokkseyrar. Var hann þar um vertíðina, en reri þá sjaldan, en
vann aðallega að beitingu og annarri landvinnu. Þann vetur hafði hann spurn-
ingakverið sitt með sér og lærði það í tómstundum. Næsta vetur var hann heima