Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 20

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 20
18 SIGURBJÖRN EINARSSON ANDVAHI vísindin og forsenda þeirra skilyrðislaust, er fram sprottið á Vesturlöndum? Er það tilviljun, að sams konar afstöðu hefur ekki gætt hjá hinum fjölmennu og gáfuðu þjóðum, sem hyggja Indland og eru að verulegu leyti af sama ættstofni og Evrópumenn? Stendur þetta ekki þvert á móti í beinu sambandi við gjörólík grundvallarviðhorf í lífsskoðun, í trú? Indverjar þekkja ekki þann skapara, sem Biblían boðar. Þar hefur það neikvæða viðhorf til náttúrunnar, sem lét til sín taka verulega á síðari öldum grísk-rómverskrar fornaldar og áður er að vikið, orðið ríkjandi alls kostar. í augum Indverjans er náttúran leikvangur margs kyns misjafnra guða og máttar- valda, en dýpst skyggnzt er hún og efnisheimurinn allur vafasöm og enda varasöm tíbrá, ginning. Mönnum ber að loka augum og hug fyrir náttúrunni, ekki leiða hana sjónum eða rýna. Sú lífsskoðun, sem í aldanna rás hefur mótað blóma austrænna þjóða, gat ekki lagt fram forsendur fyrir vísindalegri afstöðu, gat ekki vakið né nært þann alhliða áhuga á náttúrunni og það trúnaðartraust til lögmála efnisheimsins, sem ber uppi vísindalegt viðhorf Vesturlandabúa. Ég hygg fyllilega óhætt að segja svo mikið, að sköpunartrú Biblíunnar hafi verið verulegur þáttur í mótun þeirrar afstöðu, sem vestræn vísindi byggjast á. Karl Jaspers gengur svo langt, að hann segir: „Ef til vill er tilkoma nútíma- vísinda óhugsanleg án þeirrar sálarafstöðu og þeirrar örvunar, sem á rætur að rekja til trúarbragða Biblíunnar". Karl Jaspers segir þetta ekki í trúvarnar skyni. Því fer fjarri. Hann telur sig ekki tala úr hópi kristinna manna né vera málssvara kirkjunnar. Hann er ekki hennar maður neitt sérstaklega. En hann er gegn hugsuður, heim- spekingur og vísindamaður, sem reynir eftir bezta viti og samvizku að kanna rök sögunnar og túlka þau án þess að láta sögulega hleypidóma villa um fyrir sér. IV. Margir myndu því til andmæla, sem nú var sagt, henda á það, sem þykja munu sjálfsögð sannindi í mörgum skólabókum og skólastofum, að Biblían hafi einmitt staðið sem bögglað roð fyrir brjósti manna hverju sinni sem nýjar vísindalegar staðreyndir skutu upp höfði. Þegar vísindin voru að komast á snoðir um stöðu jarðar í sólkerfinu, stóð frumstæð heimsmynd hinna fornu Hebrea í vegi og trúin á bókstaf Biblíunnar — jörðin hlaut að standa kyrr en sólin að hreyfast. Þegar vísindin voru í þann veginn að uppgötva þróunar- samhengi lífsins á jörðinni og samband mannsins við dýrin, lá sköpunarsaga Biblíunnar eins og steinrunnið nátttröll á glugganum og byrgði alla útsýn,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.