Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 22

Andvari - 01.06.1959, Page 22
20 SIGURBJÖRN EINARSSON ANDVARI gegndu rökstudd andmæli sannarlega sínu hlutverki, þótt hinna hlutur verði bctri í augurn síðari tíma manna, scm fylgdu því, sem reyndist rétt, jafnvel þótt röksemdir þeirra væru, meðan málið var á stigi tilgátunnar, engu öruggari en hinna. Og enginn veit tölu á öllurn þeinr bábiljum, sem vísindaleg gátsemi hefur þaggað eða kveðið niður. Hins vegar ber að minnast þess, að átök um vísindalegar kenningar voru stundum háð á óskyldum vettvangi, á trúarlegum vettvangi en ekki vísinda- legurn. Það var stundum kirkjunnar sök en alls ekki alltaf. Nýjar, vísinda- legar kenningar voru alloft, sérstaklega í seinni tíð, gerðar að undirstöðu eða ívafi víðtækra, lífsskoðanalegra ályktana og hcimspekilegra kennisetninga, sem áttu ekkert skylt við vísindalegar niðurstöður en gengu í berhögg við kristin meginviðhorf. V. Það er ekki úr vcgi að minnast á Giordano Brúnó í þessu sambandi — frægt dæmi og frægt að endemum, en örlög hans eru greypt í vitund hvers skólabarns að heita rná sem allsherjar ímynd kirkjulegrar afstöðu til yfirburða- manna í sögu hugsunarinnar. Brúnó var dæmdur til dauða og brenndur á báli, eins og kunnugt er, í Róm 17. febr. árið 1600. Hann hafði flutt djarfar tilgátur urn heimsfræðileg efni. Og það var hinn rómversk-kaþólski rannsóknarréttur, sem dæmdi hann til aftöku villutrúarmanns. Þetta er satt og rétt. En það er ekki satt, að hann hafi verið dæmdur af lífi fyrir vísindalegar tilgátur sínar, því síður sannaðar eða sannanlegar niðursöður. Málsskjölin frá þessari ræmdu rekistefnu hafa öll verið gefin út. Sakarefnin voru mörg, alls þrjátíu talsins, þar af aðeins tvö, sem snerta vísindaleg efni: Hann var sakaður um að halda því fram, að heimar væru rnargir og að veröldin væri eilíf. Hin atriðin lúta öll að guð- fræðilegum efnum. Hann var sekur fundinn um ögrandi ummæli og svæsnar fullyrðingar um kirkjuleg trúaratriði. Meðal annars hafði hann sagt, að Jesús hali verið syndari og að bæði hann og Móse hefðu framið kraftaverk sín með göldrum. Hvernig sem mönnum kunna að falla slíkar kenningar, þá verður ekki sagt, að þær séu nein vísindi. Auk þessa neitaði Brúnó flestum trúar- kenningum rómverskrar kirkju. Yfirvöldum kirkjumála í Róm þótti hann því heldur ábyrgur orða sinna um þessi efni, að hann var munkur, dominikani, en hafði hlaupizt undan merkjum reglunnar, hafði m. ö. o. brugðið þeinr dýrustu heiturn, sem gengizt verður undir í þeirri kirkju. Að sjálfsögðu mælir þetta ekki bót aftöku hans. Hún var vitaskuld óhæfu- verk, unnið á tímum, sem um umburðarleysi og ofstæki taka flestum fram,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.