Andvari - 01.06.1959, Side 23
andvari
BIBLÍAN, KIRKJAN OG VÍSINDIN
21
nema þá helzt vorri samtíð, á tímum byltinga og gagnbyltinga og trúarbragða-
styrjalda. Brúnó er píslarvottur, en það er allt um það næsta bæpið að telja
hann meðal píslarvotta vísindanna. Hann var ekki dæmdur af lífi fyrir fylgi
sitt við kenningu Kopernikusar. Hann var ekki heldur dæmdur fyrir að halda
því fram, að rúmið, geimurinn, sé án takmarka. Enda var kennifaðir hans í
því efni rómversk-kaþólskur kardínáli og mikill kirkjuhöfðingi, Kúsanus (Niku-
lás frá Kues), sem fæddist 200 árum fyrir dauða Brúnós. Rit Kúsanuss, De
docta ignorantia, hafði úrslitaáhrif á heimsmynd Brúnós. Kúsanus hélt því
fram, að alheimurinn sé óendanleg kúla, eins og ýmsir nútímamenn liafa látið
sér detta í hug.
Þó að því fari fjarri, að þessir málavextir mæli bót þeim glæp, sem aftaka
Brúnós var, þá er ekki sanngjarnt að þeir liggi í þagnargildi, svo mjög sem
afturganga þessa manns og dómara hans liefur verið mögnuð á hendur
kirkjunni öldum saman. Það þarf heldur ekki að liggja í þagnargildi, að
Kopernikus, hinn mikli stjamfræðingur, sem leiddi rök að því, að jörð snúist
um sólu, var prestur, og að Kepler, sem á heiðurinn af því að hafa sannað
þessa kenningu til hlítar, var guðfræðingur og einlægur, evangelískur trú-
maður. Það hefur verið bent á það með góðum rökum, að hinn eiginlegi
renessance-maður, hinn glaði heimsmaður, sem hafnaði guðstrúnni og vildi
leita allrar fullnægju í þessum heimi og hinu jarðneska lífi, lagði ekki öðrum
meira, nema síður væri, í bú vísindanna á því leysingar- og gróskuskeiði, sem
nefnt er renessance- eða endurvakningartími og talið upphaf nýju aldar og
endalok miðalda. Þetta er í rauninni ekkert undarlegt og engin tilviljun. Sá,
sem veit og játar með Biblíunni, að „himnarnir segja frá Guðs dýrð og fest-
ingin kunngjörir verkin hans handa“ og hvert náttúrlegt fyrirbæri í tíma og
rúmi vitnar um hans speki, tign og mátt, er opnari fyrir undri náttúrunnar
en hinn, sem trúir því ekki, að gátur hennar séu settar saman af neinu æðra viti.
VI.
Hitt er að sjálfsögðu söguleg staðreynd, sem engum tjóar í móti að
mæla og enginn andmælir, að Biblíunni hefur verið beitt í umræðum um
náttúrufræðileg viðfangsefni á þann veg, að hvorugu var til ábata, trúnni eða
vísindunum. Og það gerist einatt enn, að Biblían sé kvödd til vitnis um slík
efni, ófyrirsynju. Ekkert er tíðara en að vitnað sé t. d. í sköpunarsögur 1.
Mósebókar á þann veg, að gefið sé í skyn, að þar liggi fyrir sú náttúmfræði
í öllum grundvallaratriðum, sem kristnum mönnum sé eðlilegast eða skylt að
aðhyllast. I alþýðlegunr ritum og erindunr um skoðanir nútímavísinda á upp-
runa mannsins í náttúrufræðilegum skilningi, eða um þróunarkenninguna, er