Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 26

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 26
24 SIGURBJÖRN EINARSSON ANDVARI lífsskoðanir, um það, hver séu innstu rök mannlegs lífs, gildi mannlegrar sálar frá eilífu sjónarmiði, köllun og markmið mannlífsins. Það er sanngjamt að hafa þetta í huga. Og aðrar staðreyndir mætti einnig hafa í huga. Nú er runnin atómöld. En um síðustu aldamót — það er ekki lengra síðan — var atómkenningin sem lykill að gátu efnisins eindregið vefengd af færum og ágætum vísindamönnum. Ég minnist þess ekki að hafa nokkm sinni heyrt þessu á loft haldið í alþýðufræðslu, því síður, að það hafi verið notað til þess að gera vísindamenn og samvizkusemi þeirra tortryggilega. Mér er nær að halda, að þetta lægi ekki í sama eðlilega þagnargildi, ef klerkar hefðu verið við þessi andmæli riðnir eða trúarleg viðhorf liefðu lilandazt í þessa ofur skiljanlegu, mannlegu tregðu. VIII. Þegar Kopernikus birti þá skoðun sína snemrna á 16. öld, að jörð snúist um sólu, var hún engan veginn nægilega rökstudd til þess að hún gæti hlotið viðurkenningu þegar í stað, þótt oss finnist nú, að allir hefðu átt að gleypa við lienni — það er gamla sagan um Kólumbusar-eggið. En hér var ekki aðeins um mikla nýlundu að ræða, sem enn var á stigi tilgátunnar í raun og vem, heldur var sú heimsmynd, sem fyrir var — sú, að jörðin sé mið- depill alheims og sólin snúist um hana — arfhelg í auguni manna. Var það af því að Biblían liefði helgað hana? Nei, heimsmynd miðaldanna var alls ekki byggð á Biblíunni, og það var þó nokkurt vandaverk að samræma liana Biblíunni, eins og guðfræði og heimspeki miðalda hafði gert. Biblían flytur enga kenningu um heimsmyndina út af fyrir sig, en i henni gægjast fram fleiri heimsmyndir en ein. Hin frumstæða heimsmynd, sem er öllum þorra þjóða sameiginleg á eldri stigum menningar, er nánast sú, að jörðin sé flöt kringla, umflotin sævi eða girt einhverjum Lltgarði, yfir lienni hvelfist himinninn en undirheimar eru hið neðra. En allsnemma kemur sú skoðun fram, að jörðin svífi í geimnum. Að öðrum kosti gátu menn ekki skýrt hreyfingar stjarnanna. Þessi skoðun kemur fram í Biblíunni, þótt frum- stæðari heimsmynd sé yfirleitt ríkjandi þar. í Jobsbók (26, 7) segir, að Guð láti jörðina svífa í tómum geimnum. Grikkir vöktu snemma máls á þessu. Fyrstur var Anaximandros, svo vitað sé, um miðja 6. öld f. Kr. Hann taldi að jörðin væri sívalningur. En það var hér eins og víðar Aristóteles (4. öld), sem dró saman þá vitneskju og tilgátur, sem fyrir lágu um það, að jörðin væri hnöttótt og miðdepill allieims. En samtímamaður Aristóteless, Herakleides, lærisveinn Platóns eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.