Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 28

Andvari - 01.06.1959, Side 28
26 SIGURBJÖRN EINARSSON ANDVARI Þó að það sé kennt eða gefið í skyn í nálega hverri skólabók, sem að þessu víkur, að kreddubundin biblíufesta hafi hamlað því, að þessi stórmerka vísindalega nýung hlyti skjóta, almenna viðurkenningu, þá er það blátt áfram ekki satt, ekki án fyrirvara. Fyrsti fyrirvari er sá, að sömu kenningu hafði verið hafnað, m. a. af heimspekilegum og trúarlegum rökum, löngu áður en Evrópa tók nokkurt tillit til Biblíunnar, öldum fyrir fæðingu Krists. Annar er sá, að heimsmynd fornaldar og miðalda er ekki í neinum skilningi sérstak- lega biblíuleg eða kristin, heldur grísk og þar með heiðin. Sú heimsmynd, sem gengið er út frá í mesturn hluta Biblíunnar, er önnur og raunar sýnu frumstæðari. í þriðja lagi voru það vísindalegar staðreyndir, stærðfræðilegar og stjarnfræðilegar, en ekki biblíulegar röksemdir, sem héldu henni í hefð jafn- lengi og raun varð á, eða allt þar til hinn kristni trúmaður, Kepler, benti á þau rök, sem urðu ekki vefengd. Þangað til var unnt að „sózesþaj ta faino- mena“, eins og Grikkir komust að orði í umræðum sínum um heimsmyndina, þ. e. koma þekktum fyrirbærum nokkurn veginn heim við þá skoðun, að jörð væri miðja heims og sól hverfðist um liana. IX. Síðan hefur mörg saga gerzt. Heimsmyndin hefur breytzt og er sem óðast að breytast. Fleimur Keplers og Newtons er horfinn sömu leið og heirnur Grikkja og Kaldea. Og enn er Biblían lifandi afl meðal þjóðanna, uppspretta án þurrðar. Hún svalar ekki þekkingarþörf mannsins, heldur annarri þörf, sem er ennþá frumlægari, ennþá almennari og mannlegri. Hún geymir Guðs orð, segja kristnir menn. Það orð er ekki fróðleiksmolar, samtíningur um lögun jarðar og stöðu, um aldur heims, um líffræðilegt náttúrufar mann- eskjunnar eða annað slíkt. Það orð svarar einu og segir eitt: Hvað hugsar Guð um þig, maður, hver ert þú í hans augum og hvað vill hann þér:5 Það er vitund á bak við heiminn og líf þitt, rök þess alls er vilji og hugsun þeirrar vitundar. Þau rök eru handan allra þeirra sviða sem mannleg þekking nær til, því að hugur Guðs er ekki hugsanlegt rannsóknarsvið. Hann er kunnur að því leyti einu, sem hann tjáir sig, og þá tjáningu köllunr vér kristnir menn orð hans. Sú tjáning birtist í ljósbrotum langrar þjóðarsögu, sem vísar fram og nær marki í Jesú Kristi. Persóna hans og saga hans er Orðið í eiginlegri merkingu. Það, sem Guð segir við oss í orði sínu, Biblíunni, er þetta: Ég, skapari þinn, leita þín, kalla þig, hjálpa þér, bjarga þér. Þetta er orðið í Biblíunni, Guðs orðið, allt annað, sem þar stendur, cr umgjörð, steypumót, form. Það má því segja það, að Biblían sé tómlát á yfirborði um vísindaleg efni,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.