Andvari - 01.06.1959, Blaðsíða 31
ANDVAIU
BIBLÍAN, KIRKJAN OG VÍSINDIN
29
XI.
Heimsmynd vísindanna cr nú orðin slík, að enginn maður gctur gcrt scr
raunverulega grein í’yrir henni. Það er orðið óbotnandi djúp inilli þcirrar
myndar af heiminum, sem skynfærin tjá, og hinnar, sem vísindin stafa að.
Raunvísindaleg mynd af heiminum verður aðeins dregin upp með stærðfræði-
legum formúlum og hver vísindamaður veit það, að þær formúlur eru aðeins
táknrænar myndir, ófullkomið og bamalegt riss af staðreyndum, sem eru of
stórar og dularfullar til þess að mannlegur hugur geti gert sér grein fyrir þeirn
öðruvísi en með fjarlægum táknum.
í hók, sem fjallar um heimsmynd Alberts Einsteins og Einstein sjálfur
ritar formála að, segir svo: „Maðurinn leitar veruleikans, en það hlálega er,
að þegar náttúran hefur verið svipt hjúpi sínum . . . verður sú mynd, sem
fram kemur, sífellt ólíkari reynslunni — miklu fjær licnni og ólíkindalegri cn
það andlit yrði, sem allt í einu væri flett hörundi og holdi, svo að við blasti
kúpan ber. . . . Eini heimurinn, sem maðurinn raunvemlega þekkir, er sá,
sem skynfæri hans skapa. Sá heimur, sem vísindin og heimspekin kalla sýndar-
heim, ]l e. heimur Ijóss og lita, blár himinn og grænt gras, goluþytur og
straumniður, heimurinn, sem skynfærin skapa, er sú veröld, sem vér erum
bundin við, vér erum þannig gerð. Og það, sem vísindin og heimspekin kalla
hinn virkilega heim, hinn litlausi og óskynjanlegi alheimur, sem marir eins
og hafísjaki í kafi undir því yfirborði, sem manninum er unnt að skynja, sá
heimur er aðeins beinagrind af táknum".
Síðar í sömu bók segir á þessa leið:
Hin óyfirstíganlega hindrun á vegi mannsins er sú, að hann er sjálfur
hluti af þeirri veröld, sem hann er að reyna að rannsaka. Og sennilega kom-
umst vér aldrei lengra en að nema staðar í lotningu fyrir undri alheimsins
og segja með höfundi Hebreabréfsins: Fyrir trú skiljum vér heimana gjörða
vera með Guðs orði á þann hátt, að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því,
sem séð varð.
Albert Einstein, sem á mestan þátt í þeirri byltingu, sem heimsmynd
visindanna hefur gengizt undir á síðustu áratugum, segir: „Mín trú er fólgin
1 auðmjúkri lotningu frammi fyrir þeim óendanlega háleita anda, sem birtist
í þeim einföldu smámunum, sem vér getum numið með vorum veiku og ófull
komnu skynfærum. Þessi djúpa sannfæring innstu kenndar um nánd æðsta,
hugsandi máttar, sem opinberi sig í hinum óskiljanlega alheimi, cr mín hug-
niynd um Guð“. „Ég trúi á persónulegan Guð og get með góðri samvizku
sagt, að ég hafi aldrei á neinni stundu lífs míns aðhyllzt guðsafneitun".
Hinn annar mikli brautryðjandi í vísindum, sem ég hef líka nefnt áður,