Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 47

Andvari - 01.06.1959, Side 47
ANDVARI YFIR FLJOTIÐ 45 lánlausri Kaupinhafnar reisu sinni og vetursetu þar úti. I öðru lagi, að Breiða- hólsstaðurinn, eitt bezta brauðið í Skálholtsbiskupsdæmi, skyldi nú ekki betur gelast honum en raun bar vitni. Hann hafði þrásinnis vikið skriflega að þess- um sökum við prófastinn, síðast nú á umliðnu voru, 7. maí 1726, þar sem bann kvað svo á að nú mætti ekki öllu lengur dragast að finna ráð til að losa bann úr þeim skuldum, sem bann sífelldlega væri í sín eyru og annarra klagaður fyrir vanskil á og gerðu áliti hans mikinn trafala. Sérdeilis hvimleið væri sú sex ára gamla skuld, sem hann stæði í við ekkjufrú Gróu Tómasdóttur í Laugardælum. Stakk nú upp á að lána honum úr eigin sjóði þá 40 ríxdali, scm maddama Gróa ætti hjá honurn, og greiða henni þá gegn veði í jörðinni Hagbjarnarholti í Landsveit, sem hann kvaðst ei betur vita en Þorleifur væri enn eigandi að, þó annað kynni raunar að vera á orðið. I svarbréfi Þorleifs voru biskupi þökkuð góð ráð og föðurleg umhyggju- semi, en á Flagbjarnarholt eða veðið var hvergi minnzt. Að veturnóttum fór enn hréf á milli biskups Jóns Árnasonar og prófastsins í Rangárþingi, ekki um peningamál og skuldaskil þessu sinni, heldur siðferðið undir Eyjafjöllum. Þetta var áhrærandi Símon hónda í Mið-Mörk, sem sam- kvæmt biskupsins úrskurði sveitrækur átti að verða vegna fylgikonuhalds, en að öðrum kosti afsala sér fylgikonunni og fela prófastinum að finna henni þann dvalarstað, sem tryggði fullkominn aðskilnað þeirra. En nú hafði biskup sannspurt, að í þessu máli hefði prófastur enn ekki látið til sín taka, svo sem var þó hans heilög skylda. Þykir biskupi, sem von er, kenna úrskurðar- og röggsemdaleysis hjá prófasti, að skera ekki úr því, hvort þeirra skuli burt víkja af heimilinu, bóndinn Simon eða frilla hans. ,,Og ósælar eru þær sýslur á hverjum ekki kann jafnt þetta og því um líkt að leiðréttast." En nú ekkert svar frá Þorleifi Arasyni, og tíminn líður, og millum hátíða skrifar biskup enn prófasti sínurn áminningarbréf í þyngra lagi: að hann hlífi ekki lengur því vonda illgresi syndarinnar, sem rótum hafi skotið og upp- vaxið á akri hans, heldur ríði nú þegar í Mið-Mörk og uppræti það. II. „Einhvern enda verður þetta að taka, þennan veg eða hinsegin, þó ekki væri til annars en stoppa þessa hvíldarlausu bréfagerð." Með svofelldum orðum byrjar Þorleifur Arason drottinsdag 12. janúar anno 1^27, og reisir þungt höfuð frá kodda og skimar um htinn glerugg á suður- stafni. Dimmur morgunn hreytir regndropanunr á rúðuna, hlákan stendur enn. „Að sjálfsögðu eru þau sek, skötuhjúin," tautar maðurinn um leið og hann fleygir sér út af á ný, „ekki ber ég á móti því, — og þó svo sem ein dúfa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.