Andvari - 01.06.1959, Page 54
52
BALDUll LINDAL
ANDVARI
Ljósm.: JÓ11 Jónsson, jarðfr.
Kísilþörungar úr fersku vatni. Fundarstaður: Nátthagamýrin, Mosfellssveit.
Stækkun X 1000.
skeljunum, og hvort kísilskelin sjálf hefir
orðið fyrir heinum efnasamruna eða efna-
tilfærslu.
f rauninni er slík kísilmold, sem hér
er átt við, mjög algeng, sem sjá má af
myndunarhætti hennar. Það eru hins-
vegar fáar verulega stórar námur þekktar
nú, sem eru hagnýtanlegar, og er þá
efnasamsetning kísilmoldarinnar verulegt
atriði.
Það er aðeins kísilskelin sjálf, sem
hefir hagnýtt gildi. Oll óhreinindi þarf
að fjarlægja að meira eða minna leyti
áður en kísilgúrinn er markaðshæfur.
Veigamestu óhreinindin eru þó venju-
lega vatn og sandur, en bæði þessi efni
má fjarlægja á ódýran hátt. Skaðlegustu
óhreinindin eru hinsvegar þau, sem hafa
gengið inn í skelina sjálfa eða um-
myndað hana á einhvern hátt. Algengust
slíkra efna eru t. d. járnoxíð og járn-
súlfíð, kalsíum og magnesíum karbónat
og svo lútkennd efni, sem geta valdið
efnabreytingum á kísilskelinni. Hafi slík
efnatilfærsla farið fram að verulegu leyti,
geta hinar stærstu námur verið svo að
segja gagnslausar.
f Evrópu er mikið af kísilgúr unnið í
Þýzkalandi, Frakklandi og í Danmörku.
Nokkru rninna magn er unnið á Bret-
landseyjum, Spáni, ftalíu og í Austurríki,
Svíþjóð og Finnlandi.
Námurnar í Lúneborgarheiði í Þýzka-
landi munu vera einhverjar hinar rnerk-
ustu, en þar hefir kísilgúr verið unnin
í vaxandi mæli síðastliðin 100 ár. f
Frakklandi eru mikilvægustu námurnar
á Auvergnesvæðinu, í Ítalíu eru hinar
merkustu í Toskana sunnan Florenz, og
í Skotlandi eru námur á eyjunum MuII