Andvari - 01.06.1959, Page 56
54
BALDUR LlNDAL
ANDVARI
Ljósm.: Jón Jónsson, jarðfr.
Kísilþörungar úr fersku vatni. Fundarstaður: Hesigerðislón, Suðursveit. Stæhkun X 1000.
í Mývatnsleðjunni. En að öðru leyti er
þar um að ræða mjög hreina kísilmold,
sem er svo að segja ósnortin af skaðleg-
um efnabreytingum og efnatilflutningi.
Hér mun það valda mestu, að verulegt
loft hefir ekki komizt að kísilmold þess-
ari á sama hátt og gerist á þurrlendi.
Hin lífrænu efni valda þá oft sýrum
sem leysa t. d. upp járn úr sand- og
öskukornum svo það getur flutzt inn í
skelina sjálfa.
Notkun kísilgúrs.
Notkun kísilgúrs hyggist að langmestu
leyti á því að 1) kísillinn, sem þörungs-
skelin er gerð úr, er í flestum tilfellum
mjög óvirkt efni, sem þolir einnig háan
hita og 2) að kísilskelin er hol og getur
því haldið lofti kyrrstæðu eða dregið til
sín vökva sem svarar margfaldri eigin
þyngd.
Hin fyrstu verulegu not, sem urðu af
kísilgúr í efnaiðnaði, voru í sambandi
við uppfinningu Nobels á dýnamítinu.
Áður hafði nitroglyserín verið mjög vand-
meðfarið sprengiefni, sem kunnugt er,
en uppfinning hans var einmitt í því
fólgin að láta kísilgúr draga það í sig,
og kallaði hann efnið þá dýnamít. Seinna
var kísilgúr einkanlega notaður beint til
einangrunar og sem efni í einangrunar-
steina. En >síðan hefir efnaiðnaðurinn
aftur orðið aðalnotkunaraðili og einangr-
unarframleiðendur nota nú ódýrustu
kísiltegundir. I efnaiðnaðinum eru not
kísilgúrs mjög margvísleg sem sjá má
af eftirfarandi.
1 gúmmí- og plastiðnaðinum er kísil-