Andvari - 01.06.1959, Side 59
ANDVARI
KÍSILGÚRVINNSLA
57
Sá kísilgúr, sem þannig fæst, er
notaður bæði sem fylliefni og
síunarefni.
lífrænu efnin í honum eru lítil. Slík not
eru þó mjög takmörkuð.
Eftir glæðingu er ávallt nauðsynlegt
að hreinsa úr gúrnum að minnsta kosti
samloða köggla og stundum þarf að mala
hann. Fer það eftir glæðingaraðferð
þeirri sem notuð er. Síðan er hver gúr-
tegund réttuð í minnst tvo flokka eftir
stærð, sekkjuð og send á rnarkað.
Frágreining sands og annarra stór-
kornóttra óhreininda fer fram eftir því
um hverskonar hráefni er að ræða, ein-
hvers staðar á leið gúrsins frá námu og
þar til hann er hitaður yfir 800°. Þessi
hreinsun fer svo rnjög eftir eðli gúrsins
°g óhreinindanna sjálfra að fyrir henni er
ekki til nein regla. Flestum þeim aðferð-
uni, sem notaðar eru nú, er þó það
sameiginlegt, að þær hyggjast á eðlis-
þungamismun hinna þyngri óhreininda
og hinna léttu kísilskelja. Þetta gildir
jafnt hvort hreinsun er einhverskonar
settlun í vatni eða eitthvert afbrigði af
settlun í loftstraumi, sem er mun algeng-
ara.
Flutningur á kísilgúrnum í verksmiðj-
unni fer eingöngu fram með loftblæstri
í lokuðum leiðslum. Og þar sem sum
vinnslustigin, svo sem sandsigtun, réttun
og jafnvel stundum glæðingin sjálf,
byggjast einnig á loftstreymi, eru blás-
arar og víðar leiðslur áberandi einkenni
slíkra verksmiðja sem þessara.
Sem sjá má af þessu stutta yfirliti, er
kísilgúrvinnsla ennþá á rannsóknastigi
hér á landi. Gott og rnikið hráefni hefir
þó þegar fundizt og næg orka er fyrir
hendi til þess að vinna það. Flestar aðrar
aðstæður henda ennfremur til þess, að
hér sé um að ræða gmndvöl! fyrir hag-
felldan atvinnurekstur.
FISKARNIR
e/íir Bjarna Sænnmdsson. Ónnur útgáfa með viðauka eftir Jón Jónsson fiskifræðing.
Bók þessi fjallar um íslenzka fiska. Hún er tæpar 600 bls. með 250 myndum.
I bók þessari er mikill og merkilegur fróðleikur saman kominn, og sá fróðleikur á erindi
til margra Islendinga, eigi aðeins fiskimanna og útvegsmanna, heldur allra þeirra, er vilja
fræðast um undirstöðuna að þeim atvinnuvegi, sem stendur undir nálega allri gjaldeyris-
öflun þjóðarinnar.
Fiskarnir hafa lengi verið uppseld bók og mjög eftir henni spurt. Viðtökur þær, er
fyrsta útgáfan fékk, voru frábærar, bæði af hálfu sérfræðinga og almennings.
Nokkur íimmæli náttúrufræSinga um Fiskana:
„Ágætt rit, mikið að vöxtum, vandað að efni og frágangi, fróðleg bók, sem er allt í senn; visinda-
fit, handbók og alþýðlegt fræSirit." Pálmi Hannesson.
„Bók þessa má óefað telja meðal ltinna merkustu bóka, er birzt hafa á íslenzku hin síðari árin —
tímamótarit í íslenzkri fiskifræði." Guðm. G. Bárðarson.
>>Bók þessi á skilið að komast inn á hvert það heimili, er land á að sjó, á eða vatni, sem
fiskur gengur í.“ Magmls Björnsson.
»Bók hans (Bjarna Sæmundssonar) um íslenzka fiska er ]>rekvirki á sínu sviði, og mega aðrar
tjóðir öfunda okkur af slíku riti fvrir almenning.“ Jönsson.
Verð kr. 145,00 ób., 180,00 í skinnlíki, 230,00 í skinnbandi.
Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs fá 20% afslátt frá útsöluverði.
MENNÍNGARSJÓÐUR______________________________________
V.