Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.1959, Side 60

Andvari - 01.06.1959, Side 60
BJARNI BENEDIKTSSON: Þegar gestirnir voru farnir. „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd“ er eitthvert vinsælasta kvæði Þorsteins Erlingssonar. Það flytur hugmyndir, senr flestir telja sér haldkvæmt að játa og enginn dirfist að neita. Þeim er lýst í gegnsæju, alskýru máli — þegar frá er lalið fimmta vísuorð annars erindis: Við þjóðbrautir alda um aljarðar skeið. Bragur kvæðisins er lýtalaus, eins og hann hafi skapað sig sjálfur. Myndir þess eru að sönnu nokkuð á reiki, sem stundum ella í kveð- skap Þorsteins; en annars leggst flest á eitt um vegsemd þess: merkilegt efni, þokkasælt mál, flekklaus stíll. Kvæðið er þrjú erindi, átta hraglínur hvert. Það er sniðið sem ávarp: Ef byggir þú, vinur . . .; flestar hugmyndir þess eru settar fram sem áskor- anir, heilræði. Tvær fyrstu vísurnar og upphaf hinnar þriðju flytja sam- felldar hugsanir, sem reka erindi hver við aðra: Ef þú ætlast mikið fyrir, þá skaltu leggja allt að veði; þú skalt eigi skelfast þótt armur þinn sé grannur, því það eru einmitt hinir kraftasmáu sem velta flestum völum úr leið kyn- slóðanna; láttu þér þessvegna í léttu rúmi liggja, þótt stórlaxarnir kalli þig heimskingja. En þegar hér er komið sögu, sýnast hugsanahvörf verða í kvæðinu. Það heldur þannig áfram: ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi. Þó ellin þér vilji þar vílcja um reit, það verður þér síður til tafar; en fylgi’ hún þér einhuga in aldraða svcit, þá ertu á vegi til grafar — og með þcim orðum lýkur kvæðinu. Hér birtist spánný hugsun, sem ekki virðist að neinu undirbúin í fyrri erindum þess. Þorsteinn hregður skyndilega upp mynd af andstæðunni æska: elli og boðar þau tíðindi að sá málstaður sé réttur sem æskan aðhyllist, en hinn rangur sem ellin fylgi. Hann spyr ekki lengur um manndóm „vinarins" í hörðu stríði, heldur um hitt hverjir veiti honum að málum. Það er sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.