Andvari - 01.06.1959, Page 63
andvari
ÞEGAR GESTIRNIR VORU FARNIR
61
Þorsteinn Erlingsson. Hann galt gjöf Valborg Erlingsson, fyrri kona I’orsteins.
stúdentanna sígildu kvæði. Gjöfin hefur komið henni vel.
steinn er ekki að leggja einhverjum óþekktum vini lífsreglurnar eða kenna
honum sannindi, heldur er hann að ræða við sjálfan sig. Það verður aldrei
vitað, hvernig hann hóf kvæðið eða hver orð þess ráku lestina á pappírinn.
En ég sé hann sitja í stóli sínum seint á degi 15. febrúar 1893, þegar gestir
hans eru farnir — og áður en hann veit, er hann tekinn að raula fyrir munni
sér þetta stef: ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, / þá ertu á framtíðar vegi.
Lok kvæðisins lúta beinlínis að drengskaparbragði hinna ungu menntamanna;
þau eru í senn persónulegasti kafli þess og höfuðatriði. En allt kvæðið miðast
með nokkrum hætti við höfundinn sjálfan, persónu hans og reynslu. Hann
yrkir kvæðið í einni lotu; það er allt sarnan markað þeim atburði, sem varð í
húsi hans þennan dag. Við vitum hvað olli því hugarástandi skáldsins, sem
léði því lit og blæ.
Ritskýring býður löngum oftúlkun heim; það er alltaf viðsjárvert að lýsa
elni kvæðis öðrum orðum en þeim, sem standa í því sjálfu. Eg vildi heldur
ekki falla í þá gröf í þessum athugasemdum. En þeim, sem vita deili á til-
drögum umrædds kvæðis, verður síðan við lestur þess gjarnt að setja sig í
spor höfundarins þegar hann orti það. Hann þakkar hinum ungu mennta-
mönnum gjöfina og samhygðina með sístæðri orðun þeirra sjálfgefnu sann-
inda, að æskan kjósi sér ávallt réttan málstað. Eftir það tekur hann mið af
sjálfum sér í kvæðinu, viðurkennir. veika burði sína í þeirri baráttu sem hófst