Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 74

Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 74
72 DAVÍÐ ÓLAFSSON ANDVABI það aðgerðarlausir, að sá grundvöllur, sem þeir byggja líf sitt á í þessu landi, væri eyðilagður? Og í öðru lagi má spyrja: Er það í samræmi við eðlilega verkaskiptingu milli þjóðanna, að fjarlæg ríki með fjiilskrúðugan iðnað og þörf fyrir fiskmeti til að auka fjölbreytni og bæta fæðu þegna sinna sendi fiskimenn sína um langa vegu til veiða á íslandsmið til eyðingar þeim fiski- stofnum, sem íslendingar byggja afkomu sína á? Báðum þessum spurningum verður að svara afdráttarlaust neitandi. Auk þeirra raka, sem byggð eru á hinni efnahagslegu nauðsyn eru svo söguleg rök. Áður en samningurinn um þriggja mílna landhelgina var gerður árið 1901 hafði ísland öldum saman haft miklu víðari landhelgi, lengst af 16 sjómílur. Nýlendustaða Islands undir danskri stjórn gerði það liinsvegar að verkum, án þess að íslendingar fengju þar að gert, að breytingar urðu hér á til hins verra, sem að lokum leiddu til samningsins 1901. Þeim samningi var lögformlega sagt upp árið 1949 og eltir að hann gekk úr gildi tveim árum síðar var ísland ekki lengur hundið af neinum samningum og gat að dómi íslendinga ákveðið landhelgi sína sjálft, innan þeirra takmarka, sem alþjóða- lög heimiluðu. Rök andstæðinga okkar eru þau aðallega, að í fyrsta lagi sé okkur óheimilt að ákveða víðáttu fiskveiðilandhelginnar einhliða, slíkt verði aðeins gert með samningum, og í öðru lagi, að 12 mílna fiskveiðilandhelgi sé óheimil að alþjóðalögum. Þessu er því til að svara, að í langflestum tilfellum hefir landhelgi verið ákveðin einhliða. Stundum hefir slíkt framkallað mótmæli annarra ríkja, en í framkvæmd hefir slík einhliða ákvörðun verið viðurkennd, og aldrei hefir það skeð fyrr en nú, að beitt Iiafi verið valdi til að framfylgja mótmælunum. Því verður heldur ekki haldið fram með réttu, að ísland hafi ekki sýnt fullan vilja á samvinnu á alþjóðavettvangi til að finna lausn á landhelgis- málunum almennt og um fiskifriðunarmál. Þvert á móti má henda á að fyrir frumkvæði íslands hafa þessi mál verið til meðferðar innan Sameinuðu þjóðanna nú um nær 10 ára skeið og ísland hefir tekið þátt í öllum aðgerðum til vcrndar fiskistofnunum í Norður- Atlantshafi. Árangurinn af öllu þessu starfi hefir þó ekki orðið eins mikill og íslendingar liafa óskað, en sanngjarnt er að viðurkenna, að starf Alþjóða- laganefndarinnar á þessu sviði, sem ísland stofnaði til, hefir tvímælalaust ráðið niðurlögum hinnar svonefndu þriggja mílnar reglu. Sá árangur er ómetanlegur. Því miður hefir reynslan leitt í ljós viljaskort af hállu þeirra þjóða, sem telja sig hafa hér mestra hagsmuna að gæta, til að viðurkenna hina algeru sérstöðu íslands. Kom þetta ef til vill hvað gleggst fram á ráðstefnunni í Genf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.