Andvari - 01.06.1959, Page 75
andvari
LANDI-IELGISMÁLIÐ
73
....... Grunnlína eins og hiín var dregin samkvæmt reglugerð 1952.
-------4 sjómílna fiskveifSitakmörk samkvæmt reglitgerð 1952.
------- 12 sjómílna fiskveiðitakmörk samkvæmt reglugerð 1958.
Fyrir íslendinga var því engin önnur leið fær en sú ein að framkvæma
nauðsynlegar aðgerðir einhliða, enda telja Islendingar það í öllu samrýmast
alþjóðalögum og venjum.
Af íslands hálfu var þetta sjónarmið sett fram skýrt og afdráttarlaust í
ræðu þeirri, sem formaður íslenzku sendinefndarinnar á ráðstefnunni í Genf,
Fíans G. Andersen sendiherra, hélt undir lok ráðstefnunnar, þegar séð varð,
að engin niðurstaða fengist, að því er snerti víðáttu fiskveiðilandhelginnar.
í þeirri ræðu tók hann meðal annars fram, að ísland hefði nú heðið svo lengi
með nauðsynlegar aðgerðir í samhandi við fiskveiðilandhelgi sína, að ekki
yæri með sanngirni unnt að ætlast til, að sú bið yrði lengri.
Um hitt atriðið, lögmæti 12 mílna fiskveiðilandhelgi get ég verið fáorður.
Alþjóðalaganefndin hafði haft þetta mál sérstaklega til meðferðar um 7
ara skeið án þess að konrast að endanlegri niðurstöðu. Samþykkti nefndin loks
arið 1956 að vísa málinu til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, en þingið