Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1959, Page 86

Andvari - 01.06.1959, Page 86
84 IIANNES PÉTURSSON ANDVARI breytni og formíegurð hinna beztu skálda. Má hiklaust telja, að bókin hafi að geyma nokkur af þeim kvæðum, sem hæst rísa að skáldskapargildi og listrænni fegurð á íslenzkri tungu. Eru það ekki lítil meðmæli með Ijóðabók. jóhann Hjálmarsson: Undarlegir fiskar (Heimskringla). Þetta er önnur bók hins unga skálds, fyrir þá fyrri, Ongul í tímann, 1956, hlaut Jóhann yfirleitt góða dóma. Var því ástæða til að bíða hinnar nýju bókar með nokkurri eftirvæntingu. Eftir því, sem mér hefur skilizt á ritdómum og tali manna, hefur hún þó valdið ljóðaunn- endum nokkrum vonbrigðum, þykir hún of lík fyrri bókinni. Hefur það við nokkur rök að styðjast. Hins vegar ber þess að geta, að hún flytur langbezta kvæði Jóhanns frarn til þessa: Komdn nú með sverðin, sem sýnir þann þroska, sem Jóhann hefur nú þegar náð sem skáld. Þetta kvæði um hús óttans og hús gleðinnar, um hin eilífu skipti milli hamingju og böls á jörðinni, er í senn skýrt í hugsun og gætt myndrænu ljóð- máli, og hrynjandin til muna betri en í öðrum kvæðum bókarinnar. 1 kvæði þessu er veigur, en of mörg kvæði bókar- innar eru hins vegar fremur veigalítil, sum mjög veigalítil. Bók sinni skiptir Jóhann í fjóra kafla, og er síðasti kaflinn aðeins eitt kvæði: Komdu nú með sverðin (Tvö hús á jörðu). Kvæðin eru mjög samkynja, og kem ég ekki auga á sjónarmiðin, sem ráða skiptingu þeirra í kafla. 1 ljóðum Jóhanns býr lítil athugun á lífinu og umhverfinu, skírskotanir verða því mjög fábreyttar. Hann sér hlutina ekki í nýju ljósi, heldur í nýjum lit, ef hægt verður að taka svo til orða, hitt og þetta verður ýnrist grænt, rautt, gult eða svart. Virðist mér Jóhann ekki hafa gert sér fvllilega grein fyrir því, hvert gildi litir hafa í kvæðum. í svefngönguþulunni eftir Lorca t. d. gegnir græni liturinn ákveðnu táknrænu hlutverki, auk þess sem hann varpar annarlegum blæ á allt kvæðið, allt, sem þar er sagt frá, gerist í ákveðnu sviðsljósi. Jóhanni tekst ekki að gera ljóð sín „magísk“ með því að nota liti, heldur verða þau aðeins skræp- ótt. Þetta ætti hann að geta lagfært. Sem sýnishorn úr bók Jóhanns tek ég stutt Ijóð, þar sem Komdu nú með sverðin er því miður of langt til að hægt sé að prenta það hér, en hluti úr því gæfi óljósa rnynd af byggingu þess og því verr farið en heima setið. Ljóðið hér á eftir ber ekki yfirskrift: Dagurinn líður og kvöldið kemur og ekkert gerist nema börnin tína skeljar í fjörunni. Svo halda þau glöð heim og taka ekki eftir að ein og ein skel dettur úr vösum þeirra og brotnar. )ón frá Pálmholti: Ókomnir dagar (Helgafell). Þetta er fyrsta bók Jóns frá Pálmholti, og verður ekki sagt, að hér sé miklu bjargi velt, ljóðin skortir frumleik og þunga, tungutak Jóns er sérkennalaust, en hugsunin geðþekk. Höfundurinn virðist í allnánum tengslum við gróand- ann og sveitina og er með hugann við betri tíma. llér skal látið fylgja Ljóð óþekkta hermannsins úr bók Jóns frá Pálmholti: Hversvegna er mér fengin byssa en ekki blýantur og blað? Að ég skuli geta myrt en ekki skrifað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.