Andvari - 01.06.1959, Side 88
86
HANNES PÉTURSSON
ANDVARI
Sigurður A. Magnússon.
Matthías Johannessen: Borgin hló
(Helgafell).
Ég syng um þig borg og hús foreldra minna
og götur þínar sem liggja inn í hjarta mitt
og binda okkur saman
eins og dauðinn líf og eilífð.
í hrjósti mínu berst hjarta þitt
og ljóð þitt fyllir eyru mín,
þegar þú leikur á hörpuna
við lækjargötur og torg.
Þessa fallegu játningu gerir Matthías
í fyrsta kvæði bókar sinnar, og er hún
forboði margra þeirra yrkisefna, sem á
eftir koma. Þrátt fyrir það eru hér ekki
á ferð ljóð um Reykjavík, sem svari til
Ijóða Jóns úr Vör um þorpiS Patreks-
fjörð, og í bók Matthíasar býr mun
minna af sér-reykvísku andrúmslofti en
í Fögru veröld. En Reykjavík liggur hér
í leyni, götur hennar og sólskin, garðar
og hlóm. Ber þó lítið á reykvískri stað-
fræði, Kolbeinshaus, FlljómskálagarSur-
inn, Frakkastígur, Tjörnin og Esjan
koma og fara, án þess IjóSin séu ort í
sérstökum tengslum við þessa staði.
Menn þurfa ekki lengi að fletta bók
Þorsteinn Jónsson frá Hamri.
Matthíasar til að veita því athygli, að
einstök orð koma þar til muna oftar
fyrir en önnur, og skiptast þessi orS í
tvennt, annars vegar eru orð eins og:
brjóst, blóm, varir, hlátur, dans, sól og
augu, hins vegar orð eins og: myrkur,
mold, dauði og sorg. Og líkt og orðin,
skipa hin persónulegu kvæði bókarinnar
sér í tvo flokka: kvæSi um dauðagrun og
hverfleika. En mér finnst Matthíasi ekki
ennþá hafa tekizt að Ijá þessum andstæð-
um í hug sínum þann innhverfa þunga,
sem til þarf. Einnig gætir um of fábreytni
í orðalagi kvæðanna, svo að úr verður
einhæfni í skynjun. Mjög víða kemur
fyrir orðalagiS inn í . . . eða í . . . Nokkur
dæmi úr fyrri hluta bókarinnar: í sál
mína; í andlit þitt; í götur þínar; inn í
hjarta mitt; í draum þinn, inn í sál þína;
inn í þig; inn í brjóst þín; inn í augu
þín; inn í sál mína, inn í sál þína; í
seinni hluta bókarinnar eru flciri dæmi
af sömu tegund.
En Matthías hefur ort um fleira en
eigin hug, m. a. um kommúnismann í
gervi kvæðanna um Galdra-Loft og