Andvari - 01.06.1959, Qupperneq 104
102
ÓLAFUR BRIEM
ANDVARI
tvö ár, aðrir aðeins eitt sumar, en hvort
sannara er, verður ekki vitað. Og ekki
vissu menn heldur, hve margir þeir voru,
jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru
með þeim, að því er sagt var, og eru
ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með
sér langan kaðal eða stjórafæri og drógu
konurnar upp í hellirinn og föng sín,
jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það
var mest sauðfé Ölfusinga eða Grafn-
ingsmanna.
Nú þótti sveitamönnum hart á barið
að verða að þola slíka óhæfu, en fengu
ekki að gert um sinn. Er frá leið, þá
gerðu þeir ráð sitt og tóku sig saman
eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögðust
í leyni margir saman úr háðum sveitum,
Olfusi og Grafningi, sem að vísu var þá
sama þingsóknin, og biðu þess, að hellis-
búar færu úr hellinum í smalatúr, og
ætluðu þeim svo stundirnar, og var þess
skammt að bíða. Fóru nú allir úr hell-
inum, en sveitamenn skipuðu sér sem
fljótast fyrir hellisbergið að neðan, og
komu hellismenn innan skamms með
fjárhóp. En nú var ekki greitt aðgöngu
og enginn vegur að ná hellinum. Sveita-
menn veittu strax svo harða aðsókn, að
hinir héldust ekki við, enda var liðs-
munur ákaflegur, því sveitamenn höfðu
verið milli 50 og 60. Fjárrekstur útilegu-
mannanna tvístraðist brátt, enda gáfu
menn þá engan gaum að fénu.
Mellismenn tóku nú að flýja, hver sem
hezt mátti, en sveitamenn eltu þá af hin-
um mesta ákafa og mest þeir, sem fót-
fráastir voru. Allir komust hellismenn
nokkuð langt undan, og vestan í Hengl-
inum urðu mestar eltingar. Þar eru
melar og skriður, segja kunnugir menn.
Eru þar kölluð Þjófahlaupin enn í dag
sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn
drepnir, ýmist vestan í Hcnglinum eða
niður á Mosfcllsheiði, því undan hlupu
þeir slíku ofurefli, meðan þeir gátu uppi
staðið sökum mæði.
Nú voru hellismenn allir unnir, en
fylgikonur þeirra voru enn í hellinum.
Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er
haft eftir þeim mönnum, sem í atförinni
voru, að svo illt sem hefði verið að sigra
hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið
að vinna fylgikonur þeirra. En samt að
lokum urðu þær teknar og fluttar burtu,
og er ekki getið, að þær sýndu neinn
mótþróa, eftir að þær komu undir ann-
arra manna hendur".
Saga þessi er greinileg þjóðsaga, sem
ber keim af farandsögum um útilegu-
menn. Til dæmis minnir frásögnin um
viðureignina við konurnar á Hellismanna-
sögu. En í lok sögunnar getur Þórður
þess eftir gömlum manni úr Rangárvalla-
sýslu, að verið hafi í Dalsseli undir Eyja-
fjöllum kerling ein, sem Vilborg hét,
og hafi hún dáið um eða eftir 1800,
hundrað ára gömul. Átti hún að vera
fædd í hellinum og verið dóttir eins úti-
legumannsins. Eftir þessu að dæma, hefði
útilegumannabyggðin í hellinum átt að
vera laust eftir 1700, og nú vill svo til,
að árið 1703 geta annálar um útilegu-
menn í Hengli. En hér kemur bobbi í
bátinn. Samkvæmt manntalinu 1801 er
í Dalsseli Vilborg Nicolaidóttir 59 ára,
svo að ekki er hægt að samræma fæð-
ingu hennar útilegumönnum annálanna.
Frásagnir annálanna eru einnig tortryggi-
legar, því að þær minna svo mjög á úti-
legumenn á Selsvöllum og við Hverinn
eina, sem samkvæmt öruggum heimild-
um voru teknir þar sama ár, að ekki
getur hjá því farið, að hér séu aðeins
missagnir um sömu mennina. í Fitja-
annál segir svo 1703: ,,Á alþingi hengdir
fjórir þjófar. Höfðu tveir þeirra lagzt út
í Henglinum. Þriðji af þeim kagstrýktur,
náðaður af lífinu vegna ungdómsaldurs".