Andvari - 01.06.1959, Page 105
ANDVARI
ÚTILEGUMANNASLÓÐIR Á REYKJANESFJALLGARÐI
103
í Grímsstaðaannál er frásögnin á þessa
leið: „Það ár var náð í Hengli suður
þremur útileguþjófum. Sagt var, að Gísli
Bjarnason, sem lengi var á Arnarstapa
síðar, búðarmaður í Bjarnabúð, væri cinn
af þeim“.
í alþingisbókinni 1703 er einnig getið
um refsingu þriggja útileguþjófa, og voru
tveir bengdir, en einn aðeins látinn taka
út stórfellda húðláts refsingu, og hét sá
Gísli Oddsson. Hér er ekkert, sem milli
ber, annað en föðurnafn Gísla þess, er
sleppt var fyrir æsku sakir, og dvalar-
staður ritileguþjófanna í Reykjanesfjall-
garði, sem var ekki í Hengli, heldur hjá
Selsvöllum og við Hverinn eina rniklu
vestar í fjallgarðinum.
En áður en vikið er nánar að þeim
útilegumönnum og stöðvum þeirra, þykir
rétt að hirta tvær stuttar frásagnir um
þjófa í Reykjanesfjallgarði, aðra frá 1703,
en hina frá 1706: „Tveir þjófar höfðu
teknir verið fyrr um haustið á Þingvelli,
hét annar Bjarni S(igurðsson), annar
Ingimundur E(inarsson). Þeir höfðu
stolið kviku og dauðu af Mosfellsheiði
og í Olfusi, einkum frá Andrési Finn-
bogasyni á Kröggólfsstöðum og haft soðn-
ing og athvarf á Skálabrekku . . . En
þeir sluppu frá þeim, er þá skyldi færa
sýslumanni og hlupu vestur til Borgar-
fjarðar. Varð Ingimundur tekinn í
Eundarreykjadal, en Bjarni strauk áfram.
Var Ingimundur fluttur í Einarsnes, og
síðan suður á Seltjarnarnes, því hann
hafði stolið úr Kjósarsýslu". (Vallaannáll
1703). „Varð vart við tvo útileguþjófa
fvrir sunnan Hellisheiði, hverjir að veg-
farandi menn fötum og mat rændu og
einn mann, er rak tvær landsskuldarkýr
frá Hjalla í Ölvesi og að Álftanesi í
Borgarfirði til Guðmundar Sigurðssonar.
Maður þessi sleppti kúnurn, fundust þó
síðar“. (Setbergsannáll 1706).
Hér liafa verið raktar þjóðsögur og frá-
sagnir annála um útileguþjófa í grennd
við Hengladali, en þær varpa engu ljósi
á útilegumannabyggðina þar. Það er að-
eins hellirinn sjálfur, sem skýrir frá því
á sínu þögla máli, að þar hafi sakamaður
(eða sakamenn) leitað athvarfs um
stundarsakir.
Selsvellir og Hverinn eini. Nokkru
vestar en Sveifluháls eða Austurháls við
Kleifarvatn er annar háls samhliða hon-
um, sem heitir Núpshlíðarháls eða
Vesturháls. Vestan við Núpshlíðarháls
miðjan er víðáttumikið graslendi, sem
heitir Selsvellir. Þar voru áður sel frá
Grindavík, og sjást þar enn nokkrar sel-
tóttir. Norðan við Selsvelli nær hraunið
á kafla alveg upp að hálsinum. Þar cr
Elverinn eini úti í hrauninu. Ilann er
í botninum á kringlóttri skál, sem cr
alþakin hraunbjörgum, og koma gufur
alls staðar upp á milli steinanna, en vatn
er þar ekkert. Nú er hverinn ekki heitari
en svo, að hægt er að koma alveg að
honum án allra óþæginda og gufan úr
honum sést ekki nema skamman spöl.
En til skamms tíma hefur hann verið
miklu heitari. Þorvaldur Thoroddsen
lýsir honum sem sjóðandi leirhver, þegar
hann kom þangað 1883, og segir, að
þar sjóði og orgi í jörðinni, þegar gufu-
mekkirnir þjóta upp um leðjuna. Og
lýsingunni á hvernum lýkur hann með
þessum orðum: „Ur Hvernum eina
leggur stækustu brennisteinsfýlu, svo að
mér ætlaði að verða óglatt, er ég stóð
að barmi hans. í góðu veðri sést gufu-
strókurinn úr þessum hver langt í burtu,
t. d. glögglega frá Reykjavík".1)
Fyrir sunnan Selsvelli og við Hverinn
eina var athvarf þriggja útilcguþjófa
vorið 1703. í alþingisbókinni það ár cr
skýrt frá dóminum yfir þeim, og talið
upp það, sem þeir höfðu stolið og brotið
1) Þorvaldur Tlioroddsen: Ferðabók ]. bls. 178.