Andvari - 01.06.1959, Page 116
— Lingua Islandica —
ÍSLENZK TUNGA
Tímarit um íslenzka og almenna málfræði.
Félag íslenzkra fræða og Bókaútgáfa Menningarsjóðs eru að
hleypa af stokkunum tímariti um íslenzka og almenna málfræði.
Stærð hvers heftis verður 6—10 arkir (96—160 bls.) í Skírnisbroti,
og er ætlunin, að eitt hefti komi út á ári. Ritstjóri hefur verið
ráðinn prófessor Hreinn Benediktsson.
Efnisval ritsins verður miðað við það, að íslenzkukennarar og
aðrir áhugamenn um íslenzka tungu geti haft þess not, en gert er
ráð fyrir, að með sumum greinum verði smáletraður útdráttur á
erlendu máli vegna erlendra fræðimanna.
Ritið mun flytja greinar um ýmsa þætti íslenzkrar tungu og
almennrar málfræði. Sem dæmi um efni fyrstu heftanna má nefna
ritgerðir um sögu íslenzkrar stafsetningar seinni alda, útbreiðslu
framburðarins rd fyrir rð (hardur — harður), áhrifsbreytingar í
islenzku, þróun Id og lð og önnur atriði íslenzkrar málssögu, einnig
þætti um útbreiðslu einstakra orða í íslenzku, svo og ritfregnir.
Meðal höfunda eru próf. Halldór Halldórsson, próf. Stefán Einars-
son, Peter Foote M. A. í Lundúnum, Ámi Böðvarsson, cand. mag.,
einnig starfsmenn orðabókar Háskólans, þeir dr. Jakob Benediktsson,
Ásgeir Blöndal Magnússon og Jón Aðalsteinn Jónsson.
Verð hvers heftis verður 75 kr. til áskrifenda, en hærra í lausa-
sölu. Fyrsta heftið kemur út í haust.
Áskriftir sendist Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Hverfisgötu 21,
Reykjavík.
Félag íslenzkra frceða. — Menningarsjóður.