Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 36

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 36
34 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI 62 fyrir einsöngvara og hljómsveit. Enn sem komið er hefur ekkert þessara tónverka verið flutt. Haustið 1965 samdi Jón þriðja og síðasta strengjakvartett sinn. Við smíði hans var Jón innblásinn af málverkum hins mikla málara E1 Greco og ber kvartettinn nafn hans. Þættirnir eru fimm og heita þeir allir eftir myndum málarans. Það hefur áður komið fram, að einstakir viðburðir í lífi Jóns urðu honum oft tilefni til tónsköpunar. Þegar umsókn hans um stöðu þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum hafði verið hafnað svaraði hann fyrir sig með tónverkinu Víkingasvar op. 54 fyrir stóra blásarasveit og slagverk. í handriti verksins segir hann, að það sé samið „sem andmæli gegn veit- ingu embættis þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum og valdatöku kirkjunnar þar á staðnum.“ Þá varð fyrirlestur bandaríska tónskáldsins Gunthers Schullers honum tilefni til smíðar Scherzo concreto op. 58 fyrir kammersveit. Því verki lauk hann í maí 1964. Tilefni Hinztu kveðju op. 53 fyrir strengjasveit var öllu alvarlegra. Það verk samdi Jón í minningu móður sinnar, Ragnheiðar, sem lést í lok september 1961, þá orðin háöldruð kona. Þetta er einföld en áhrifarík tónsmíð, og í henni birtist tónhugsun Jóns skýrar en í mörgum viðameiri verkum hans. Þegar Jón lá helsjúkur á Landspítalanum í Reykjavík vorið 1968 og hann fann dauða sinn nálgast, tjáði hann enn á ný sínar dýpstu tilfinn- ingar í tónverki fyrir strengjahljóðfæri. Hann nefndi þetta tónverk Hughreystingu, og var það síðasta kveðja hans til mannlífsins. Hug- hreysting er þrungin trega og sársauka en jafnframt krafti og gleði hins óbugaða manns. Jón Leifs lést þann 30. júlí 1968. Hann var þá sextíu og níu ára gam- all. Jarðarför hans var gerð frá Dómkirkjunni þann 7. ágúst og voru jarðneskar leifar hans bornar til moldar í Fossvogskirkjugarði. Lokaorð Það er illmögulegt að tengja tónlist Jóns Leifs einhverjum ákveðnum straumum í tónlist þessarar aldar eða flokka hana undir ákveðna tón- listarstefnu. Tónlist hans var einfaldlega straumur út af fyrir sig, straumur sem lifði og dafnaði með honum sjálfum án þess að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.