Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 37
ANDVARI
JÓN LEIFS
35
veruleg áhrif á tónskáldskap annarra manna. Jón fór einförum í tón-
skáldskap sínum og hann forðaðist áhrif annarra tónskálda:
Fyrsta og seinasta markið við alla mína tónsmíðavinnu er svo að vera sannur og
ég sjálfur, - að láta ekki framandi áhrif annarra komast að, enga tilgerð, ekki
neyðarúrræði kunnáttunnar og stílsins, . . .45)
Þótt Jón forðaðist að verða fyrir tónlistarlegum áhrifum frá samtíð-
armönnum sínum gerði hann sér ljóst, að hann þyrfti grunn til að
standa á. Þann grunn fann hann í þeirri menningu sem hann dáði mest,
fornmenningu íslendinga.
Jón trúði á endurnýjunarkraft íslensku þjóðlaganna og hann reyndi
að vinna nýja tónlist úr tvísöngnum og rímnalögunum. Þessi trú hans
efldist með hverju árinu, sem hann dvaldi í Þýskalandi, og var svo
komið, þegar hann sneri aftur til íslands í stríðslok, að allur stíll hans
og tónsmíðaaðferðir voru komnar í lítt hagganlegar skorður, sem mót-
uðust af skilningi hans á eigindum íslensku þjóðlaganna.
Mörg stærri verka Jóns eru tóndrápur sem flokka má undir svo-
nefnda hermitónlist, en einkenni slíkrar tónlistar er að hún tónsetur
ákveðið efni (s.s. sögulegan atburð, persónu, náttúrufyrirbæri, mynd
eða ljóð) sem liggur utan sviðs tónlistar. Um form tónsmíða sinna segir
Jón sjálfur:
Fyrst verður til hjá mér nokkurskonar áætlun um tónverkið, sem ég vil skapa, -
ekki svo mjög áætlun í tónum eða hljómum, heldur um það sálarástand og þá
sálrænu spennu, - útrás eða fróun, sem verkið á að birta. Að vísu blandast
hljómar og tónar og hrynjandi inn í þessa áætlun, en slíkt er ekki neitt aðalat-
riði, og þessir tónar og hljómar þurfa mjög að síast og endurskoðast, ef þeir
eiga eftir að magnast og þroskast í þá æðri tilveru að geta þjónað hinu listræna
takmarki verksins, - innihaldinu, eins og menn ef til vill gætu nefnt það.
í fyrsta lagi er mín grundvallar regla sú að láta hina sálrænu spennu ráða
forminu og ég reyni að sameina öll hugsanleg ráð til að láta „innihaldið“ birtast
sem greinilegast og á sem allra áhrifamestan hátt, - en með „innihaldi“ á ég hér
við sálarástandið, stefnuna og þróun hennar - útrásina.461
Mörgum kann að finnast, að tónlist Jóns Leifs sé oft á tíðum ofurein-
föld og jafnvel barnsleg, eða að hún sé nöpur og stíf, þungleg og stund-
um harkaleg, og að mikið skorti á úrvinnslu tónefnisins. Þá hefur
heyrst, að formhugsun hans hafi ekki verið nógu skýr og að hinn kald-
hamraði stíll hans hafi verið of einstrengingslegur. Eflaust má finna